Takmarkađ ađgengi ađ starfsstöđvum Grindavíkurbćjar

  • COVID
  • 24. september 2020

Í ljósri aðstæðna og vexti Covid-19 faraldursins er þeim sem eiga erindi við starfsfólk Grindavíkurbæjar bent á að nota síma eða tölvupóst ef hægt er. Starfsfólk mun aðeins taka á móti gestum í undantekningartilfellum. Upplýsingar um símanúmer og netföng starfsfólks má finna hér.

Gestir á starfsstöðvum Grindavíkurbæjar eru beðnir um að virða fjarlægðarmörk milli fólks, nota spritt fyrir og eftir afhendingu gagna og gæta fyllstu varúðar.


Deildu ţessari frétt