Fundur 77

  • Skipulagsnefnd
  • 22. september 2020

77. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 21. september 2020 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson,  formaður, Ólafur Már Guðmundsson,  aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson,  aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir,  aðalmaður, Unnar Á Magnússon,  varamaður, 
 Atli Geir Júlíusson


Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem ellefta mál. 

-Stamphólsvegur 4 - Fyrirspurn um notkun efri hæðar - 2009010

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     Deiliskipulag - Norðan Hópsbrautar - 1901081
    Farið yfir tillögur að nöfnum á hverfi og götum frá íbúum ásamt áfangaskiptingu á gatnagerð í hverfinu. 

Bókun: Nefndin telur að gatangerðagjöld eigi að standa að mestu leyti undir kostnaði við gatnaframkvæmdir. Nefndin leggur til breikkun á gangstéttum/stígum við stofngötur til að aðgreina gangandi frá hjólandi umferð. Nefndin leggur til að gatnagerðinni verði skipt í 2 áfanga. 

Nefndin samþykkir að í greinagerð deiliskipulagsins verði settir skilmálar um fullnaðarfrágang á lóð og innkeyrslu. Nefndin leggur til að hverfið verði nefnt Hlíðarhverfi með 11 götuheitum. 

Ákvörðun um nafn á hverfinu er vísað til bæjarstórnar.
        
2.     Hverfisskipulag í Grindavík - 1909137
    Farið yfir næstu skref í hverfisskipulagi fyrir Valla- og Stígahverfi. 

Ákveðið að halda vinnufund með íbúum 5.október klukkan 17:30 í Gjánni.
        
3.     Eyjabakki Deiliskipulag - 1711084
    Farið yfir tillögu hafnarstjórnar á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Eyjabakka ásamt því að að útfærsla á geymslusvæði var rædd. 

Tillaga nefndarinnar að skipulögðum lóðum fyrir hafnsækna starfsemi send til hafnarstjórnar. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. 
        
4.     Víkurhóp 57 - breyting á deiliskipulagi - 2008030
    Grenndarkynningu vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Víkurhóp 57 er lokið án athugasemda. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2020. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. 
        
5.     Víkurbraut 60 - fyrirspurn um stækkun - 2007055
    Ein athugasemd barst vegna grenndarkynningar. 

Nefndinni líst vel á stækkun á versluninni við Víkurbraut 60. Fulltrúar umsækjanda verða boðaðir til fundar við skipulagsnefnd. 

Málinu frestað. 
        
6.     Umferðarréttur í Hópshverfi í Grindavík - 2009106
    Skipulagsnefnd samþykkir að setja biðskyldu á Víkurhóp við Hópsbraut. 
        
7.     Stígur frá Grindavík vestur að golfvelli - 2002001
    Gögn vegna göngu- og hjólastígs frá Grindavík að golfvelli lögð fram. Óskað er framkvæmdarleyfis fyrir framkvæmdinni. 

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni þegar tilskilin leyfi hafa borist sviðsstjóra. 

        
8.     Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Stapafelli og Súlum - 2009100
    Íslenskir aðalverktakar hf óska eftir að fá framkvæmdaleyfi fyrir námuvinnslu í Stapafelli og Súlum. 

Máli frestað. 
        
9.     Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Rauðamel - 2009101
    Íslenskir aðalverktakar hf óska eftir að fá framkvæmdaleyfi fyrir námuvinnslu í Rauðamel. 

Máli frestað
        
10.     Breyting á gjaldskrá - byggingarleyfis og þjónustugjalda - 2009044
    Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda. Í tillögunni felst gjaldtaka vegna endurúthlutunar lóðar þar sem sveitarfélagið hefur lagt út í kostnað ( t.d. niðurrif á mannvirkjum á lóð). Einnig felur breytingin í sér lækkun á gjaldtöku vegna vinnu við endurnýjun lóðarleigusamninga. Þá er tímagjaldi á lið 4.4.5 hækkað og bætt við liðum 2.1.17 og 2.1.18. Einnig er skerpt á orðalagi í kafla 1.3. 

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

        
11.     Stamphólsvegur 4 - Fyrirspurn um notkun efri hæðar - 2009010
    Eigandi húsnæðis að Stamhólsvegi 4 vill kanna hvort að heimild fengist til að nota efri hæð hússins sem íbúð fyrir skammtímaleigu/gistingu ferðamanna. 

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Umsækjanda bent á að sækja formlega um breytta notkun á húsnæðinu. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05 .
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134