Skólaskrifstofa

  • Grindavíkurbćr
  • 8. febrúar 2023

Starfsfólk skólaskrifstofu er: 
Jóhanna Lilja Birgisdóttir yfirsálfræðingur johannalilja@grindavik.is
Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri/fræðslustjóri nmj@grindavik.is 
Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi/sérkennsluráðgjafi  sigurlina@grindavik.is 

Skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar annast framkvæmd skólaþjónustu sveitarfélagsins. Skólaþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra. 

Nánar um hlutverk skólaskrifstofu

Starfsáætlun skólaskrifstofu Grindavíkur 2020-2021

Bæklingur um skólaskrifstofu Grindavíkur

Leiðbeiningar um tilvísanir til skólaþjónustu


Foreldrafærni 

Í Grindavík er stefnt að því að efla foreldrafærni íbúanna. Í því felst að bjóða upp á námskeið og fræðslu til að gera foreldra enn færari í að hjálpa börnum sínum með það sem þau telja æskilegt. Hugmyndafræðin er sú að foreldrar þekkja börnin sín best og eru bestu kennarar barna sinna.  Jafnframt er starfsmönnum skóla boðin þjálfun í að takast á við erfiða hegðun í skólaumhverfinu og um leið að efla getu þeirra til að aðstoða foreldra ef þörf er á. Á hverju skólaári býður skólaþjónustan upp á fjölbreytt námskeið sem eru haldin þegar lágmarksfjölda er náð. 

Nánar um foreldrafærni

 

Mat og eftirlit með gæðum skólastarfs

Skólaskrifstofa annast mat og eftrlit með skólastarfi í umboði fræðslunefndar sveitarfélagsins.  Um mat og eftirlit með skólastarfi er fjallað í lögum nr. 90/2008 um leikskóla og lögum nr. 91/2008 um grunnskóla.  Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er að:
    a. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda,
    b. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla,
    c. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,
    d. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

 

-  Áætlun fræðslunefndar um ytra mat 

- Skýrsla um úttekt á skólaþjónustu Grindavíkurbæjar

- Niðurstöður Skólapúlsins meðal nemenda í 1. - 5. bekk

- Niðurstöður Skólapúlsins meðal nemenda í 6. - 10. bekk

- Niðurstöður starfsmannakönnunar í Grunnskóla Grindavíkur vorið 2022 

 

Stuðningur við nemendur og foreldra þeirra

Skólaskrifstofa veitir nemendum og foreldrum margháttaða þjónustu. Foreldrar nemenda í leik- og grunnskóla geta óskað eftir athugun, greiningu og ráðgjöf fyrir börn sín. Auk þess geta skólastjórnendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar, eða eftir atvikum annað starfsfólk skólans eða skólaheilsugæslu, lagt fram ósk um slíka sérfræðiaðstoð í samráði við og með samþykki foreldra. Beina skal beiðnum til skólastjóra.

Nánar um stuðning við nemendur og foreldra þeirra. 
 

Stuðningur við starfsemi grunnskóla og starfsfólk

Skólaþjónustan beinist að því að efla skólana sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veitir starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Skólaþjónustan veitir þjónustu í samræmi við áherslur sem fram koma í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga nr. 444/2019.

Þar kemur fram að stuðningur við starfsfólk felst m.a. í því að veita ráðgjöf vegna kennslu og umönnunar nemenda og ráðgjöf vegna náms nemenda með sérþarfir. Stuðningur við starfsfólk felst einnig í ráðgjöf vegna starfshátta skóla, nýbreytni- og þróunarstarfa og starfsumhverfis.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR