Kennsla í tónlistarskólanum hafin á ný

  • Tónlistaskólafréttir
  • 2. september 2020

Kennsla í tónlistarskólanum hófst í vikunni. Vikan fór vel af stað og stendur inntaka nýrra nemenda yfir. Nú hafa flestir nýnemar hitt kennarann sinn og eru að taka sín fyrstu skref í tónlistarnáminu. Þrátt fyrir að fjarnám hafi gengið mjög vel ríkir gleði og ánægja hjá kennurum og nemendum yfir því að hittast á ný. Við hlökkum til komandi skólaárs með frábærum nemendum sem lofa góðu.


Deildu ţessari frétt