Deiliskipulag norðan Hópsbrautar

  • Skipulagssvið
  • 24. ágúst 2020

Grindavíkurbær kynnir tillögu að deiliskipulagi á nýju hverfi norðaustan við Hópsbraut. Stefnt er á að setja deiliskipulagið í auglýsingu á næstu vikum. Íbúafundur vegna deiliskipulagsins fer fram þann 9.september nk. í Gjánni kl. 18:00. Eftir að skipulagið fer í auglýsingu þá hafa íbúar og aðrir hagsmunaaðilar 6 vikur til að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Hér meðfylgjandi eru uppdrættir, greinagerð og skilmálar deiliskipulagsins. 

Uppbygging í Grindavík hefur gengið vel undanfarin ár og mikil ásókn hefur verið í nýjar lóðir. Lítið er eftir af lóðum samkvæmt samþykktum deiliskipulagsáætlunum. Unnið er að gerð deiliskipulagsins til að mæta fyrirhugaðri eftirspurn lóða fyrir íbúðarbyggð. Skipulagssvæðið er um 30 hektarar að stærð. Áætlað er að á svæðinu rísi blönduð íbúðarbyggð ásamt leikskóla sem samræmist gildandi Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030. 

Megináhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðarbyggð og samfélagsþjónustu. Þá þarf að setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúðar-og þjónustusvæðis í samræmi við lög og reglur. Einnig verður lagður grunnur að vönduðum frágangi bygginga og uppbyggingar innan svæðisins. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúðaeininga verði á bilinu 307 til 384. 

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
 

Íbúabyggð norðan Hópsbrautar, með loftmynd
Skipulags- og byggingaskilmálar
Skilmálatafla
Íbúðabyggð norðan Hópsbrautar, án loftmyndar


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar æfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suðaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi með Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar að nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdætur og glæpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 2. september 2024