Gúrmé í Grindavík - Fish house

  • Gúrme Grindavík
  • 20. ágúst 2020

Gúrmé í Grindavík er umfjöllunarliður matseldar í bænum og hvetjum við alla bæjarbúa til þess að kynna sér alla þá fjölbreyttu staði sem Grindavík hefur upp á að bjóða. Staðurinn að þessu sinni sem við kynnum er Fish house.

 

Nálægðin við höfnina ræður ríkjum

,,Við hjónin létum drauminn rætast um okkar eigin veitingastað og opnuðum um sjómannahelgina fyrir fjórum árum síðan” segir Kári eigandi Fish house. Matseðilinn er fjölbreyttur en fiskurinn og nálægðin við höfnina ræður ríkjum hjá þeim. 

,,Stórkostlegt hráefnið gefur okkur færi á að búa til dæmis til sjávarréttapizzu, sem er algjörlega frábær og þú bara verður að prófa” segir Kári. Þau eru einnig með súpur, kjötrétti og hamborgara. 

 

Áhersla á ferskt hráefni

Fish House tekur á móti fólki með sérstakan hádegismatseðil á virkum dögum og fjölbreyttari kvöldseðil frá klukkan 17:00. ,,Við viljum vinna með ferskt hráefni, hafa vandaða matseld með skemmtilegum og hugmyndaríku tvisti,, segir Kári. Eru þau endalaust þakklát fyrir að vera svona nálægt höfninni til að geta nálgast svona gríðarlega gott og ferskt hráefni.

 

Hvað er vinsælast að borða hjá ykkur? 

,,Fiskur og franskar ,pönnusteikta bleikjan og núna er nýi mexicanborgarinn og  sjávarréttapizzan er líka ótrúlega vinsæl” segir Kári. 

 

Er eitthvað nýtt í vændum hjá ykkur?

,,Við erum alltaf að þróa réttina áfram og bjóða upp á nýja rétti ásamt því að fá útrás fyrir tónlistaráhuganum okkar, það eru alltaf einhverjir spennandi tónleikar í vændum hjá okkur” segir Kári.  

,,Við elskum að fá gesti í góðan mat en meðmæli gesta með matnum okkar og þjónustu hvetur okkur áfram” bætir Kári við.

 

Skemmtileg tilboð

Á föstudögum erum við alltaf með tilbúin hádegismat, til dæmis  kótilletur í raspi og á þriðjudögum erum við með frábært pizzatilboð á 12” pizzu á 990 kr.

  

Staðsetning: Hafnargötu 6 

Heimasíða: www.fishhouse.is 

Opnunartími: 

Mánudaga - lokað

Þriðjudaga til fimmtudaga 11:30-13:30 og 17:00-21:00

Föstudaga 11:30-13:30  17:00-22:00 

Laugardag 12:00-22:00

Sunnudag  12:00-20:00

(Með fyrirvara um breytingar vegna covid)

Sími: 426-9999

 

 

 

© 2020 Lára Lind Jakobsdóttir / Grindavíkrubær / laralindj@gmail.com | Allur réttur áskilinn | Öll notkun og afritun á efni er óheimil án samþykkis.


Deildu ţessari frétt