Hvalir í raunstćrđ viđ Hópskóla

  • Fréttir
  • 1. ágúst 2020

Margrét Ósk Hallgrímsdóttir sem er uppalin í Grindavík hannaði nýtt götulistaverk sem málað var á Suðurhóp, götuna við Hópskóla. Markmiðið með máluninni er að hægja á umferð og leggja áherslu á umferð barna við götuna. Myndefnið endurspeglar lífríkið í hafinu við Grindavík og er eitt stærsta götulistaverk á Suðurnesjum. 

 

Um listamanninn

Margrét Ósk ólst upp að stórum hluta í Grindavík en flutti síðan til Reykjavíkur og náði sér þar í BA gráðu í Grafískri hönnun frá LHÍ. Hún er sjálfstætt starfandi hönnuður í dag og vinnur að allskonar verkefnum hér og þar. Nýlegasta verkefnið hennar er hönnun sem kemur að Bisskaupsstofu, Miðstöð sameinuðu þjóðanna og svo þetta verkefni hjá Grindavíkurbæ. Margréti finnst mjög skemmtilegt að vinna að þessu verkefni en uppáhalds verkefnin hennar eru svona stór umhverfisverk. Hún segir að rosalega vel gangi með verkið og að vinnuskólinn sé að standa sig ótrúlega vel í þessu. Einnig hefur hún fundið fyrir spenningi og vandvirkni frá þeim sem vinna að verkinu. 

Í Grindavík málaði Margrét einnig listaverkið af skipinu Mörtu Ásgeirsdóttur sem prýðir stóran og stæðilegan vegg hjá veitingastaðnum Brúnni. Hún segir einnig vera mikið af listaverkum eftir hana inni á mörgum heimilum í Grindavík ásamt því að verk eftir hana séu seld hjá Guggu í Blómakoti. Aðspurð af því hvað sé á óskalistanum fyrir næsta verk segir Margréti sig lengi hafa dreymt um að hanna listaverk á hvítu tankana niðri á bryggju, hún segir það vera kjörinn striga. 

Margrét Ósk var til viðtals í nýjasta tölublaði Járngerðar. Þá má skoða fleiri verk hennar á Facebook síðu hennar

 

Um götulistaverkið

Grindavíkurbær fékk Margréti til þess að gera skissur að götuverkinu við Hópskóla. Rosalega vel heppnaðist og hannaði Margrét verkið sem vinnuskólinn sér svo um að mála á götuna. Verkið er frekar einfalt og barnvænt þar sem að það stendur við Hópsskóla. Verkið á að höfða vel til barnanna og eru lífverurnar í verkinu þær sem að búa í sjónum umhverfis Grindavík. Allir hvalirnir eru í raunstærð og tengir það okkur við raunveruleikann sem hafið geymir. Í verkinu má sjá hvali líkt og Hrefnu, Hnýsur og Hnúfubak.

 


Myndir eftir Ivan Jugovic


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ