Öflug skjálftahrina viđ Grindavík

  • Fréttir
  • 20. júlí 2020

Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi nálægt Grindavík síðasta sólarhringinn og um sjö hundruð skjálftar komu eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld kom mjög snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann vel í Grindavík. Samkvæmt mælingum var hann 5,0 að stærð. Margir eftirskjálftar komu í kjölfarið í nótt og voru þeir stórir eða um 3,4 og 3,5 að stærð. Annar stór skjálfti kom svo um klukkan 05:46 og var hann um 4,6 og annar skjálfti að stærð 4,3 kom um klukkan 06:23. Veðurstofunni hafa einnig borist upplýsingar um grjóthrun í Festarfjalli sem er í grennd við Grindavík.

Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar en engin merki eru samt um gosóróa núna. 

Búist er við fleiri skjálftum í dag og má alltaf fylgjast grannt með gangi mála á vef Veðurstofunnar. 


Deildu ţessari frétt