Lokun Suđurhóps ađ hluta vegna götulistmálunar

  • Fréttir
  • 20. júlí 2020

Ákveðið hefur verið að mála götulistaverk á hluta Suðurhóps sem er við Hópskóla. Markmiðið með máluninni er að hægja á umferð og leggja áherslu á umferð barna á götunni. 

Verkið er hannað af Margréti Ósk Hallgrímsdóttur og mun myndefnið endurspegla sjávarríkið við Grindavíkurhöfn. Einnig mun Margrét Ósk stýra krökkum frá vinnuskólanum til að klára verkið. Áætlað er að málunin byrji mánudaginn 20.júlí og muni taka um 2 vikur í framkvæmd. Biðjum við fólk að sýna þolinmæði á meðan verkinu stendur.

Meðfylgjandi mynd sýnir umrætt svæði. 


Deildu ţessari frétt