Göngur í sumar - Hópsneshringur

  • Gönguferđir
  • 6. júlí 2020

Núna ætlum við að fjalla um fallega gönguleið í hjarta Grindavíkur en það er Hópsneshringurinn.

Margir Grindavíkingar kannast við Hópneshringinn sem er falleg leið. Útivistarhringurinn er vinsæll meðal heimamanna en er minna þekktur á meðal utanbæjarfólks og ferðamanna. Leiðin er auðveld og hentar því flest öllum. 

Hringurinn er vinsæl göngu-, hjóla- eða hestaleið en á leiðinni má sjá skipsflök og gamlar minjar. Þar má finna leifar af skipum sem strönduðu þar á 20.öld, önnur forn fiskibyrgi og hleðslur. Kraftur hafsins hefur þeytt þessum skipum upp á þurrt landið eftir að þau strönduðu við Hópsnesið á sínum tíma. Appelsínuguli Hópsnesvitinn var reistur árið 1928 og stendur við miðjan hringinn.

Hópsnesið er sannkölluð náttúruperla í hjarta Grindavíkur. Hópsnesið er eina nesið á landinu sem heitir tveimur nöfnum, Hópsnes vestan megin og Þórkötlustaðarnes hægra megin. Gönguleiðin tekur mann að sjónum og þar sér maður kraft hafsins. Á leiðinni í gegnum Þórkötlustaðarnes sér maður einnig gamlar húsarústir, fallega fjöru og einstaka náttúru. Einnig er þar að finna fyrstu höfnina sem var í Grindavík. Útsýnið frá gönguleiðinni er fjölbreytt, bæði er gott útsýni yfir Grindavík að Þorbirni, yfir sjóinn og út í hverfi. á leiðinni má einnig sjá upplýsingaskilti um sjóströndina. Gönguleiðin er tilvalinn gönguhringur fyrir alla fjölskylduna í góðu veðri en hún tekur rétt rúman klukkutíma.
 

Göngutími: 1 klukkustund

Lengd: Ef gengið er frá smábátahöfninni yfir í Þórkötlustaðarhverfi er lengd göngunnar um 4 kílómetrar. Ef genginn er lengri hringurinn framhjá tjaldsvæðinu að byrjunarstað er gangan um 6 kílómetrar. 

Göngubyrjun/endir: Við smábátahöfnina eða uppi í Þórkötlustaðarhverfi við réttarsvæðið. 

Leiðarlýsing: Gengið er um malarveg.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!