Gúrmé í Grindavík - Hérastubbur

  • Gúrme Grindavík
  • 6. júlí 2020

Nýr liður hefur nú gengið í garð á heimasíðunni þar sem að við ætlum að vera dugleg að heimsækja matsölustaði í Grindavík í sumar. Gúrmé í Grindavík er umfjöllunarliður matseldar í bænum og hvetjum við alla bæjarbúa til þess að kynna sér alla þá fjölbreyttu staði sem Grindavík hefur upp á að bjóða. Staðurinn að þessu sinni sem við kynnum er bakarí okkar Grindavíkinga, Hérastubbur. Við hittum Hrafnhildi og spurðum hana nokkra spurninga. 

 

Veisluþjónustan orðin gríðarlega vinsæl

Hérastubbur er bakarí og konditori sem var stofnað árið 1995 af Sigurði Enokssyni og Enoki Bjarna Guðmundssyni og opnaði það 6.júlí árið 1995. Bakaríið býður upp á fjölbreytt úrval af brauði, rúnstykjumi, allskonar bakkelsi, kökum og tertum, ásamt fjölmiklu úrvali í veisluþjónustu sem er orðið gríðarlega vinsælt hjá þeim. Áherslan hjá Hérastubbi er að varan sé góð á bragðið, en ekki bara falleg að sjá þó svo að oft sé sagt að maðurinn borði fyrst með augunum. ,,Það er alltaf mikilvægt að varan sé bragðgóð og því nær maður fram með góðu hráefni” segir Hrafnhildur. 

 

Fólk gerir sér ferð fyrir píturnar

Hrafnhildur segir að píturnar séu klárlega eitt af því vinsælasta hjá þeim, hvort sem það eru stór eða lítil pítubrauð eða þá mini píturnar sem að þau bjóða uppá fyrir veislur. Hún segist heyra mikið af fólki sem búi ekki hér í Grindavík, að það geri sér ferð til okkar til að kaupa pítubrauðin hjá þeim sem henni finnst einstaklega skemmtilegt að heyra.

 

Hverjir eru kostir við það að vera með stað í Grindavík?

 ,,Það er klárlega allt flotta fólkið hérna í bænum sem er virkilega duglegt að versla heima og við erum óendanlega þakklát fyrir það” segir Hrafnhildur. ,,Lítið fyrirtæki með stórt hjarta - lítill bær með stórt hjarta eins og pabbi segir” bætir Hrafnhildur við. 

 

Vegan úrvalið í þróun

Hrafnhildur segir þau vera að þróa vegan úrvalið sem henni finnst alveg rosalega spennandi ásamt því að vera að koma með nýjungar í súrdeiginu. ,,Við erum alltaf eitthvað að fikta með það og reyna að finna meira nýtt og spennandi” segir Hrafnhildur. 

 

 Eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri? 

,,Menntun er máttur en pabbi er lærður bakarameistari og ég er lærður bakarasveinn, konditor og súkkulaðimeistari” segir Hrafnhildur. Ekki eru mörg lítil bakarí sem eru með svona mikla menntun á bakvið sig en Hrafnhildur segir vera virkilega stolt af því. Svo viljum við einnig minna á að hægt sé að panta í gegnum instagram og facebooksíðu Hérastubbs.

 

Afmælistilboð alla vikuna

Hérastubbur verður með afmælistilboð á hverjum degi út allan júlí mánuð frá 6.júlí sem er afmælisdagurinn bakarísins.

-Tilboðin koma inn á Instagram og Facebooksíðu Hérastubbs, svo það er um að gera að fylgjast með.           
 

Staðsetning: Gerðavellir 19

Heimasíða: www.herastubbur.is

Opnunartímar: Virka daga frá 07:00-17:00, Laugardaga 08:00-16:00, Sunnudaga 09:00-16:00 (Lokað alla sunnudaga í júlí).

Sími: 426-8111

 

 

Myndir og umfjöllun eftir Láru Lind Jakobsdóttur
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?