Fundur 508

  • Bćjarstjórn
  • 1. júlí 2020

508. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 30. júní 2020 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson,  forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir,  aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson,  aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson,  aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir,  aðalmaður, Páll Valur Björnsson,  aðalmaður, (í fjarsambandi) og Helga Dís Jakobsdóttir,  aðalmaður,
Einnig sat fundinn: Jón Þórisson,  sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að setja eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum, sem 11. mál: 
1912065 Húsnæðismál sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Guðmundur og Páll Valur. 

Bókun 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að aðalskipulagi eins og hún er hér lögð fram. Er skipulagsfulltrúa falið að senda aðalskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim er gerðu athugasemd við aðalskipulagið umsögn bæjarstjórnar um þær.
        
2.     Suðurhóp 2 (Áfangi 2 við Hópskóla)- umsókn um byggingarleyfi - 2006020
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur. 

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi við Suðurhóp 2. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hópskóla. 

á 74. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bygginganefndar.
        
3.     Norðurhóp 66 Umsókn um byggingarleyfi - 2006045
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Endurnýjun á umsókn um byggingarleyfi á þegar samþykktum teikningum við Norðurhóp 66. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir þriggja hæða fjölbýlishúsi. 

Á 74.fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
4.     Innkaup- Rammasamningur Ríkiskaupa - 2006035
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hallfríður. 

Grindavíkurbær er aðili að rammasamningi ríkiskaupa. Þau markmið sem lagt er upp með í rammasamningi eru ekki að nást, þ.e. í rammasamningi eru ekki endilega hagstæðustu verð. Lagt er til að hætta aðild að rammasamningi og aðlaga innkaupareglur bæjarins að því. 
Bæjarráð lagði til á fundi þann 23.júní sl. til við bæjarstjórn að Grindavíkurbær hætti í rammasamningi ríkiskaupa og að innkaupareglur bæjarins verði lög um opinber innkaup. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
5.     Bjarg íbúðafélag - Um húsnæðissjálfseignastofnun - 2004016
    Til mál tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur og Guðmundur. 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar eftir staðfestingu bæjarfélagsins vegna veitingar 12% stofnframlags til byggingar á 12 íbúðum að Víkurhópi 57 á vegum Bjargs íbúðafélags. Áætlaður heildarkostnaður er 326.861.326 kr. og hlutur Grindavíkurbæjar 39.223.359 kr. að meðtöldum gatnagerðargjöldum, tengigjöldum og byggingarleyfisgjöldum sem teljast hluti af stofnframlagi bæjarfélagsins. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta stofnframlag Grindavíkurbæjar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
6.     Félagsaðstaða eldri borgara - 1909020
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar verði skipaðir í starfshóp um byggingu félagsheimilis fyrir aldraða: Stefanía S Jónsdóttir og Hjálmar Hallgrímsson. Frá öldungaráði er tilnefnd Ágústa Gísladóttir. 

Bæjarstjórn samþykkir tilnefninguna. 

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 600.000 kr. vegna nefndarlauna starfshópsins og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
7.     Ósk um aðstöðu fyrir Pílufélag Grindavíkur - 1809007
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Samningur við Pílufélag Grindavíkur lagður fram til staðfestingar. Frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða. 
        
8.     Túngata 15-17 - ósk um viðauka - 2006024
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 á launalykla hjá sambýlinu við Túngötu að fjárhæð 2.932.000 kr. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
9.     Greiðslur fyrir farsíma - 2001073
    Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hallfríður. 

Lögð fram tillaga að reglum um þátttöku Grindavíkurbæjar í farsímakostnaði starfsmanna vegna nota í þágu bæjarins. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.
        
10.     Óskipt land Þórkötlustaða - 2002028
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Á 1552. fundi bæjarráðs voru lögð fram gögn vegna kaupa á smæstu hlutum í hinu óskipta landi. Kaupverð eignarhlutanna yrði á grundvelli útreikninga sem fram voru lagðir á fundinum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram. 

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárfestingaáætlun 2020 að fjárhæð 9.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kaup eignarhlutana og samþykkir jafnframt samhljóða viðaukann.
        
11.     Húsnæðismál Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum - 1912065
    Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hjálmar. 

Bókun 
Ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um að veita Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum sem Grindavíkurbær á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum Grindavíkurbæjar: 

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 87.000.000,- kr. til 15 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. 
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til kaupa á skrifstofuhúsnæði að Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ sem hýsir starfsemi S.S.S. og tengdra aðila sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með Grindavíkurbæ sem eiganda Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. 
Fari svo að Grindavíkurbær selji eignarhlut í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grindavíkurbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. 

Jafnframt er Fannari Jónassyni, kt. 200957-7849, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grindavíkurbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. 

Bókunin er samþykkt samhljóða.
        
12.     Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar - 2005081
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Tillaga 
Með vísan til 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar og bæjarráð hafi þann tíma þær heimildir til afgreiðslu mála sem lög leyfa. 

Samþykkt samhljóða.
        
13.     Fundargerðir - Öldungaráð Grindavíkurbæjar 2020 - 2002006
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís og Birgitta. 

Fundargerð 7. fundar öldungaráðs Grindavíkurbæjar, dags. 15. júní 2020 lögð fram til kynningar.
        
14.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerð 884. fundar, dags. 20. maí 2020 lögð fram til kynningar.
        
15.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur, Hjálmar, Páll Valur og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð 885. fundar, dags. 12. júní 2020 lögð fram til kynningar.
        
16.     Bæjarráð Grindavíkur - 1549 - 2005018F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
17.     Bæjarráð Grindavíkur - 1550 - 2006008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, Helga Dís, Guðmundur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
18.     Bæjarráð Grindavíkur - 1551 - 2006016F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Guðmundur, Hjálmar, Birgitta, Hallfríður og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Bæjarráð Grindavíkur - 1552 - 2006018F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hjálmar, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Skipulagsnefnd - 73 - 2005011F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Skipulagsnefnd - 74 - 2006017F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Frístunda- og menningarnefnd - 96 - 2006003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Fræðslunefnd - 98 - 2006001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, Páll Valur, Helga Dís, Birgitta og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 472 - 2006007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 45 - 2006011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hjálmar, Hallfríður, Guðmundur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 45 - 2006014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Bćjarráđ / 18. maí 2021

Fundur 1582

Skipulagsnefnd / 17. maí 2021

Fundur 86

Bćjarráđ / 11. maí 2021

Fundur 1581

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2021

Fundur 104

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573