Gúrmé í Grindavík - Bryggjan

  • Gúrme Grindavík
  • 2. júlí 2020

Nýr liður hefur nú gengið í garð á heimasíðunni þar sem að við ætlum að vera dugleg að heimsækja matsölustaði í Grindavík í sumar. Gúrmé í Grindavík er umfjöllunarliður matseldar í bænum og hvetjum við alla bæjarbúa til þess að kynna sér alla þá fjölbreyttu staði sem Grindavík hefur upp á að bjóða. Staðurinn að þessu sinni sem við kynnum er Bryggjan. 

 

Upphaflega netagerðarverkstæði

Bryggjan er veitingahús sem stendur í miðju atvinnulífinu á höfninni í Grindavík. Byggingin sem Bryggjan er til húsa var upphaflega reist árið 1980 af bræðrunum Kristni og Aðalgeir Johansen í þeim tilgangi að reka netagerðarverkstæði. Þegar árin liðu og tímarnir breyttust árið 2009 þá stofnuðu þeir Bryggjuna sem lítið kaffihús á neðstu hæð hússins. Síðan með tímanum vann þetta litla kaffihús hjörtu og huga heimamanna sem og ferðamanna. Bræðurnir höfðu alltaf verið með framtíðarsýn um að samþætta hið vel heppnaða kaffihús með netagerðinni enn frekar og nokkrum árum síðar gerðist það.

Árið 2018 tóku nýir eigendur við veitingastaðnum og húsinu var breytt til þess að gera þessa framtíðarsýn að veruleika. Í maí 2019 opnaði síðan nýja viðbótin, Bryggjan Netagerðin sem er veitingasalur á efri hæð hússins með auknu úrvali af hefðbundnum íslenskum réttum í anda upprunalega litla kaffihússins, sem enn er starfrækt í upprunalegri mynd. Netagerðin er samt ennþá starfandi í þessum nýja veitingasal sem býr til mikla stemningu fyrir gesti staðarins. Nýi salurinn er frábær viðbót við reksturinn til þess að halda menningarviðburði og veislur. 

 

Sígildir réttir

,,Áherslan hefur verið að halda í gömlu hefðina þar sem allt er bakað og búið til á staðnum frá grunni og þannig höldum við ávallt bestu gæðunum fyrir okkar viðskiptavini” segja Hilmar og Axel eigendur Bryggjunnar. Humarsúpan fræga er ávallt vinsælust en þá er grænmetissúpan einnig mjög vinsæl. Sígildir réttir hjá Bryggjunni eru einnig smurbrauð með laxi, síld og rækjum ásamt dekur fiskimannsins sem er reyktur lax og síld með brauði.  Íslenska pylsan hefur einnig verið mjög vinsæl hjá þeim. Á Bryggjunni er allt bakað á staðnum og er vinsælasta kakan hjá þeim marengskaka. Íslenska pönnukakan er líka alltaf bökuð daglega hjá þeim. 

  

Hverjir eru kostir við það að vera með stað í Grindavík?

,,Staðsetningin í Grindavík er einstök að vera í návígi við bryggjuna og bátana ásamt því að upplifa daglega starfsemi á höfninni. Fyrir Íslendinga eða erlenda gesti er ávallt upplifun að koma í ekta íslenskan útgerðarbæ. Grindavík er fallegur bær og allt svæðið í kringum bæinn er mikil ósnortin nátturufeguð. Nálægðin við Bláa Lónið er mjög mikilvæg fyrir Bryggjuna” segja Hilmar og Axel. 

 

Humarsúpu tilboð

Humarsúpan er á tveir fyrir einn í allt sumar og það tilboð hefur slegið í gegn. Hilmar og Axel segjast vera mjög ánægðir með hvað Íslendingar eru duglegir að mæta á Bryggjuna. Hvetjum við alla heimamenn til þess að kynna sér Bryggjuna. 

 

Heimasíða: www.bryggjan.com 

Opnunartími: 11:00-18:00 mánudaga-fimmtudaga og 11:00-19:00 föstudaga-sunnudaga

Staðsetning: Miðgarður við höfnina. 

Sími: 426-7100

Email: info@bryggjan.com 


 

Umfjöllun og myndir eftir Láru Lind Jakobsdóttur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?