Auglýst eftir starfsfólki í Sumarfrí Reykjadals í Grindavík

  • Fréttir
  • 26. júní 2020

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra leitar að ábyrgðarfullu og drífandi fólki til að starfa við ný og spennandi sumarverkefni Reykjadals. Verkefnin eru unnin að frumkvæði félagamálaráðuneytisins sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid- 19 faraldursins. Markmið verkefnanna er að bjóða börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir upp á afþreyingu í sumar og rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust í kjölfar útbreiðslu faraldursins.

Í Grindavík verða sumarbúðir fyrir fullorðið fatlað fólk á aldrinum 21-35 ára. Unnið er á vöktum. Leitað er að fólki til að sjá um skemmtidagskrá og veita gestum okkar þá þjónustu sem þeir þurfa. Einnig er leitað að matráð og starfsfólki á næturvaktir.

Styrktarfélagið vill bjóða þeim sem komu til okkar í Reykjadal í æsku að upplifa aftur Reykjadalssteminguna, ógleymanlegar kvöldvökur, gleði og vináttu. Þau sem ekki hafa komið í Reykjadal áður eru auðvitað líka velkomin.

Þetta er tilvalið tækifæri til að öðlast reynslu og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi. Leitað er að fólki sem hefur áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Tímabilið er um 5-6 vikur. Það er kostur ef umsækjandi getur hafið störf sem fyrst og unnið er út miðjan ágúst.

Nemendur á félags-, mennta- og heilbrigðisvísindasviði eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar er að finna hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG