Gúrmé í Grindavík - Hjá Höllu

  • Gúrme Grindavík
  • 23. júní 2020

Nýr liður gengur nú í garð á heimasíðunni þar sem að við ætlum að vera dugleg að heimsækja matsölustaði í Grindavík í sumar. Gúrmé í Grindavík verður umfjöllunarliður matseldar í bænum og hvetjum við alla bæjarbúa til þess að kynna sér alla þá fjölbreyttu staði sem Grindavík hefur upp á að bjóða. 

 

Hjá Höllu

Þetta byrjaði allt á gamalli Rafha eldavél heima hjá Höllu sjálfri. Þegar eldhúsið og stofan var orðin undirlögð þessu þá opnuðu þau í gömlu hafnarvigtinni þar sem Vigt er til húsa núna í dag. Halla var ennþá bara að senda mat í pokum til einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að taka á móti litlum hópum á þeim tíma. Eftirspurnin jókst og enn fleiri vildu fá að komast til að borða matinn á staðnum og þá keyptu þau húsnæðið þar sem Sparisjóðurinn var áður og opnuðu veitingastaðinn þar sem þau eru enn til húsa í dag.

,,Í dag búum við til mat fyrir allt að 300 manns sem við sendum til fyrirtækja á Suðurnesjunum og höfuðborgarsvæðinu fyrir klukkan 10 á morgnana. Einnig erum við með veisluþjónustu sem er alltaf að verða vinsælli og vinsælli" segir Halla. Fyrir tæplega 2 árum opnuðu þau svo annað útibú af Hjá Höllu sem er staðsett á Keflavíkurflugvelli og sér eldhúsið í Grindavík um að búa til vörur sem seldar eru á flugvellinum.

 

Nýjar og skemmtilegar áheyrslur

,,Við leggjum áherslu á að gera matinn okkar frá grunni og aðeins úr gæða hráefni, svo erum við með fjölbreyttan matseðil sem breytist í hverri viku. Alltaf er hægt að velja um fisk, kjúklingarétt, grænmetisrétt, salat, kjötrétt, veganrétt og samlokur" segir Halla.  Hún segir að þau séu nýfarin af stað með að hafa kvöldopnanir á fimmtudögum og föstudögum en það hefur farið vel af stað. Viðburðir sem að þau hafa haldið hafa verið mjög vinsælir og munu þau fljótlega brydda upp á einhverju nýju þar. Um að gera sé að fylgjast með Hjá Höllu á Facebook og Instagram til að missa ekki af neinu.


Hvað er vinsælast að borða hjá ykkur? 

,,Á föstudögum og laugardögum erum við með steikarloku sem er mjög vinsæl. Fiskurinn sem er auðvitað ferskur úr höfninni í Grindavík er líka vinsæll ásamt kjúklingnum sem ég fæ hjá mömmu og pabba" segir Halla.


Hverjir eru kostirnir við það að vera með stað í Grindavík?

,,Hér er fjölskyldan og vinir og hvergi betra að búa. Við erum mjög þakklát fyrir hvað Grindvíkingar hafa tekið okkur vel og yfir daginn sjáum við alla flóru bæjarbúa. Eldri borgarar kíkja í kaffi á morgnana, iðnaðarmenn og starfsfólk í fyrirtækjum bæjarins koma í hádegismat og mömmuklúbbar eftir hádegi" segir Halla. 

Hún segir það rosalega jákvætt og skemmtilegt hvað nágrannar okkar hér á Suðurnesjum séu duglegir að kíkja í heimsókn. Einn af góðu kostunum við að vera með stað í Grindavík sé líka að hér búa duglegustu og skemmtilegustu stelpur landsins og að hún sé með þær flestar í vinnu hjá sér (auk þess að sækja rjómann af næstu bæjum). Halla talar um að nálægðin við vinsælasta ferðamannastað landsins, Bláa Lónið, hafi líka sína kosti ásamt því að bæjarfjallið Þorbjörn sé búið að draga til sín svanga göngugarpa.

 

Samloku og djús combó

,,Við erum ánægð að vera í þessari skemmtilegri flóru veitingastaða í Grindavík sem fjallað verður í Gúrme í Grindavík og vonum til að sjá ykkur sem flest á næstunni" segir Halla. Í tilefni af umfjölluninni viljum við minna á að alla daga er samloku og djús tilboð á 1.790 kr. Hægt sé að velja um nokkrar mismunandi samlokur og djúsa í take away eða til að borða á staðnum. 

 

Staðsetning: Víkurbraut 62 (Verslunarmiðstöðinni).

Opnunartími: 8:00-17:00 alla virka daga, eldhúsið er opið frá 11:00-15:00. Á laugardögum er opið frá 11:00-17:00, eldhúsið lokar 16:30.

Heimasíða: www.hjahollu.is

Sími: 896-5316

 

Samloku og djús combóið er á 1.790 kr alla daga. Valið er um samloku og djús. 

Halla María Svansdóttir eigandi og stofnandi Hjá Höllu.

Þorskurinn sem er svo vinsæll á matseðlinum. Ferskur beint úr höfninni í Grindavík. 

 

Umfjöllun og myndir: Lára Lind Jakobsdóttir.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun