Göngur í sumar - Prestastígur

  • Gönguferđir
  • 16. júní 2020

Næst langar okkur til þess að kynna fyrir ykkur aðra gönguleið við Grindavík. 

Prestastígur er vel vörðuð forn gönguleið frá Höfnum yfir til Grindavíkur. Stígurinn er gömul þjóðleið og skýringin á nafngiftinni er sögð vera sú að með prestakallalögum frá árinu 1907 var kirkju vogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík. Átti þá Staðarprestur oft erindi um þessa fornu leið. Leiðin er vel vörðuð og ber þess víða merki að umferð um hana hafi verið mikil á árum áður. Leiðin er fær flestum, aflíðandi og hækkun innan við 100 metra. 

Göngutími: 5-6 klst

Lengd göngu: 16 km

Göngubyrjun: Skilti Prestastígs er hinum megin við fiskeldi Stofnfisks á Junkaragerðislandi, rétt áður en að maður kemur til Hafna. Malarplan er á móti skiltinu þar sem hægt er að leggja bílnum. 

Gönguendir: Við Prestastígs skilti hjá golfvelli Grindavíkur á Húsattóftum.  

Leiðarlýsing: Þegar gengið er frá Höfnum til Grindavíkur byrjar gönguleiðin hjá skilti Preststígs á Junkaragerðislandi við Kalmannstjörn rétt áður en maður kemur til Hafna. Labbað er um Hafnarheiði fyrir norðan Presthól að Haugsvörðugjá. Þar næst í gegnum Sandfellshæð að Eldvörpum en sunnan við Sandfell liggur leiðin hjá Eldvarpahrauni. Frá Rauðhóli, sem er stakur gíghóll við sunnanverð Eldvörp, labbar maður framhjá nokkrum opnum gjám og má þar nefna Miðgjá, Hrafnagjá og Baðstofu. Gangan endar síðan hjá Golfvellinum á Húsatóftum í Grindavík. Prestastígur liggur yfir skil Ameríku- og Evrópuflekanna og liggur í þeim skilningi á milli tveggja heimsálfa.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir