17. júní 2020 í Grindavík

  • Menningarfréttir
  • 12. júní 2020

Hæ, hó, jibbí, jei! Grindavíkurbær býður íbúum til veislu í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hátíðarhöld í ár munu að mestu fara fram á Grindavíkurvelli og í Kvikunni. Á Grindavíkurvelli gefst börnum kostur á að taka þátt í skemmtilegu hlaupi umhverfis fótboltavöllinn þar sem komið verður fyrir einfaldri þrautabraut. Allir þáttakendur fá verðlaunapening við komuna í mark. Í framhaldi af hlaupinu mun flugvél fljúga yfir æfingarsvæðið við Hópið og láta karamellum rigna. 

Að lokinni dagskránni á Grindavíkurvelli færist þungi hátíðarhaldanna í Kvikuna þar sem börnin geta hoppað í hoppuköstulum, farið á hestbak og séð sirkuslistamenn leika listir sínar. Þá verður boðið upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins. 

Ávarp fjallkonu verður rafrænt í ár og gert aðgengilegt á grindavik.is að morgni þjóðhátíðardagsins. 

Dagskrá 17. júní 2020

8:00 Fánar dregnir að húni

11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju

13:00 17. júní hlaup og karamelluregn á Grindavíkurvelli fyrir 12 ára og yngri

14:00-17:00 Hátíðaropnun í Kvikunni

  • Hoppukastalar fyrir börnin
  • Sirkus Íslands verður á svæðinu
  • Börnum boðið á hestbak
  • Húllahringir og krítar í Húllinu
  • L.L., ljósmyndasýning Láru Lindar Jakobsdóttur
  • Nýtt líkan af Kútter Fríðu
  • Pop-up markaður með vörur úr ýmsum áttum
  • Kaffiveitingar í boði í tilefni dagsins
  • Sýningarnar Saltfisksetur Íslands, Jarðorka og Guðbergsstofa opnar

Ávarpi fjallkonu verður streymt á grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2023

Leigutorgiđ opnar kl. 14:00

Fréttir / 1. desember 2023

Útsvarshlutfall ársins 2024

Fréttir / 29. nóvember 2023

Unniđ ađ leikskólavistun

Fréttir / 29. nóvember 2023

Opnun Grindavíkurhafnar

Fréttir / 28. nóvember 2023

Safnskóli fyrir leikskólabörn

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta