Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar, frá þriðjudeginum 16. júní fram að kjördegi.
Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar.
Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Þjóðskrár Íslands.
Upplýsingaveita Þjóðskrár má nálgast á tenglinum.
Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.
Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs fer fram á skrifstofu sýslumannsins, að Víkurbraut 25, neðri hæð. Aðeins er opið virka daga frá kl. 8:30-13:00.
Dagana 22.-26. júní frá kl. 8:30 til 18:00.
Kjörstjórn Grindavíkurbæjar