Fundur 45

  • Umhverfis- og ferđamálanefnd
  • 11. júní 2020

45. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 10. júní 2020 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Klara Bjarnadóttir,  aðalmaður, Margrét Kristín Pétursdóttir,  varamaður, Sigríður Etna Marinósdóttir,  formaður, Unnar Á Magnússon,  aðalmaður,

Sigurveig Margrét Önundardóttir, boðaði forföll og varamaður hafði ekki tök á að mæta.

Fundargerð ritaði:  Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að fá að taka inn mál númer 2006033 um grenndarstöðvar inn með afbrigðum sem nefndarmenn samþykktu samhljóða. 
 

Dagskrá:

1.     Opin og græn svæði - 1905037
    Davíð Ingi Bustion, sumarstarfsmaður Grindavíkurbæjar á skipulags- og umhverfissviði, kynnti fyrir nefndinni hugmyndir að umbótum á opnum svæðum, útivistarsvæðum og stígum innan bæjarins. Margar góðar hugmyndir komu fram og leggur nefndin til að sá aukni fjöldi sumarstarfsmanna á umhverfissviði bæjarins verði nýttur í þessi verkefni. 
        
2.     Grænni Grindavík - 2003032
    Nefndin felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa að vinna málið áfram. 
        
3.     Hjóla- og gönguvika í Grindavík - 2005068
    Nefndin fagnar því að halda skuli hjóla- og gönguviku í Grindavík og hvetur íbúa og fyrirtæki í Grindavík til að taka þátt. 
        
4.     Lausaganga katta - 1906019
    Nefndinni hafa borist nokkur erindi vegna lausagöngu katta. Þar er t.a.m. kvartað yfir ónæði katta og einnig eru áhyggjur af fuglavarpi. Nefndin beinir þeim tilmælum til kattaeigenda að halda köttum inni yfir varptíma fugla og gæta þess að þeir valdi ekki öðrum ónæði. Nefndin telur mikilvægt á varptíma að lausaganga katta sé takmörkuð eins og hægt er, sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni. Upplýsinga- og markaðsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
        
5.     Umhverfisverðlaun 2020 - 2006031
    Nefndin leggur til að frestur til að senda inn tilnefningar verði mánudagurinn 6. júlí. Upplýsinga- og markaðsfulltrúa falið að setja auglýsingu á vefsíðu bæjarins. 
        
6.     Grenndarstöðvar - 2006033
    Nefndin telur mikilvægt að komið verði upp grenndarstöð í bæjarfélaginu og að hún verði á aðgengilegum stað fyrir bæjarbúa. Mikilvægt er að huga vel að umhverfi grenndarstöðvar og að það sé snyrtilegt. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135