Nemendur í 10.bekk útskrifađir

  • Grunnskólafréttir
  • 8. júní 2020

Í dag voru nemendur 10.bekkjar útskrifaðir frá Grunnskóla Grindavíkur við hátíðlega athöfn í sal skólans við Ásabraut. Nemendur tóku við útskriftarskírteinu með bros á vör áður en þau héldu út í sumarið.

Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri byrjaði á því að halda ræðu og bjóða fólk velkomið. Hún brýndi fyrir nemendum mikilvægi þess að sýna sjálfum sér virðingu og minnti þau á að nú stæðu þau í fyrsta sinn frammi fyrir því eiga að velja sér braut í lífinu.

Viktor Örn Hjálmarsson formaður nemendaráðs hélt ræðu og fór yfir félagsstarf nemenda í vetur. Þakkaði hann samnemendum, kennurum og starfsmönnum Þrumunnar fyrir gott samstarf.

Þá var komið að því að veita viðurkenningar. Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskólastjóri afhenti viðurkenningarnar og gerði grein fyrir hvað lá að baki hverri viðurkenningu.


Stuttmyndagerð er árlegt verkefni hjá elsta stiginu og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í öðru sæti varð myndin Lof mér að falla sem var unnin af nemendum í 8. og 10.bekk. Þetta voru þau Eva María í 8.D, Arna Lind í 8.R og þær Savia og Júlía Rós í 10.bekk. 


Fyrstu verðlaun í stuttmyndakeppninni hlaut myndin Mamma Mia sem nemendur í 10.bekk unnu. Það voru þau Sigríður Emma, Unnur, Sigurbjörg, Birta, Rebekka Rut, og Jón Emil. Þau fengu að launum góðgæti frá Nóa Siríus og Góu og pizzuveislu frá Papas.


Á hverju ári tilnefna kennarar við skólann nemendur sem þykja hafa sýnt mikla hjálpsemi, dugnað og jákvæðni í starfinu yfir veturinn. Í ár hlutu þrír nemendur í 10.bekk þessa viðurkenningu. Þetta eru Ari Már Arnarson, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Í viðurkenningu fengu þau bókina Orðbragð eftir Brynju Þorgeirsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar.


Fyrir framúrskarandi árangur í listum fékk Emma Rut Andrésdóttir viðurkenningu. Hún fékk að launum bókina Litagleði eftir Helgu Jóhannesdóttur.


Fyrir framúrskarandi árangur í verkgreinum hlutu þær Gyða Eir Garðarsdóttir og Kristjana Hjartardóttir viðurkenningu. Í viðurkenningu fékk Gyða Eir bókina Hollt nest, morgunmatur og millimál eftir Rósu Guðbjarts. Kristjana fékk bókina Prjónaást, 20 fersk og fönkí prjónaverkefni eftir Jessicu Biscoe.


Fyrir vel unnin störf í þágu nemenda hlaupt Viktor Örn Hjálmarsson en hann hefur verið í nemendaráði síðustu þrjú árin og var formaður ráðsins í ár. Fékk hann að gjöf Kvæðasafn Snorra Hjartarsonar í útgáfu forlagsins.


Fyrir góðan árangur í íþróttum pilta og stúlkna veitir Ungmennafélag Grindavíkur farandbikar og skjöld til eignar. Íþróttakona Grunnskóla Grindavíkur vorið 2020 er Tinna Hrönn Einarsdóttir og íþróttamaður Grunnskóla Grindavíkur er Jón Fannar Sigurðsson.


Landsbanki Íslands hefur í mörg ár veitt verðlaun til nemenda fyrir góðan árangur í stærðfræði. Í ár fengu þau Tinna Hrönn Einarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir þessa viðurkenningu og fá að launum gjöf frá bankanum.


Fyrir afbragðsárangur í íslensku í vetur hlutu tveir nemendur viðurkenningu, þær Gyða Eir Garðarsdóttir og Hekla Eik Nökkvadóttir. Í viðurkenningu fengu þær bókina Jónas Hallgrímsson, ljóðaúrval gefið út af Máli og menningu.


Fyrir framúrskarandi árangur í dönsku hlaut Tinna Hrönn Einarsdóttir viðurkenningu. Hún fékk bókina Ruiner af Adam O sem danska sendiráðið á Íslandi gefur sem og íslensk-danska og dansk-íslenska vasaorðabók.


Fyrir framúrskarandi árangur í ensku fékk Hekla Eik Nökkvadóttir viðurkenningu. Hún fékk að gjöf bókina Wuthering heights eftir Emily Bronté.


Að lokum var veitt viðurkenning fyrir góðan námsárangur í 10.bekk. Í ár hlaut Tinna Hrönn Einarsdóttir þessa viðurkenningu og fékk að launum bókina Orð að sönnu, íslenskir málshættir og orðskviðir í samantekt Jóns G. Friðjónssonar.

Þegar nemendur höfðu veitt viðurkenningum viðtöku var komið að afhendingu prófskírteina. Umsjónarkennarar 10.bekkja, þau Ellert S. Magnússon, Páll Erlingsson og Þuríður Gísladóttir aðstoðuðu við afhendingu skírteinanna og var greinilegt að nemendur munu sjá á eftir kennurum sínum því þau voru mörg faðmlögin sem sáust þegar skírteinin voru afhent.

Í lok athafnar fengu fulltrúar foreldra orðið og kölluðu umsjónarkennarana ásamt Bjarna Hallfreðssyni og Hrafnhildi Guðjónsdóttur upp á svið og afhentu þeim gjöf með þökkum fyrir samstarfið í vetur.

Eftir útskriftina var síðan kaffisamsæti þar sem nemendur og foreldrar gæddu sér á veitingum sem framreiddar voru af Höllu Sveinsdóttur og Rögnu Sigurðardóttur.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá athöfninni í morgun.

















Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir