Danshátíđ á Ásabrautinni

  • Grunnskólafréttir
  • 3. júní 2020

Í dag hittust 10.bekkingar í salnum ásamt Hörpu Pálsdóttur danskennari og héldu sannkallaða danshátíð. Þau dönsuðu þá marga af hinum fjölmörgu dönsum sem Harpa hefur kennt þeim í gegnum árið og skemmtu sér vel.

Nemendur voru prúðbúnir en áralöng hefð er fyrir þessum viðburði hjá útskriftarnemendum. Harpa stjórnaði öllu af mikilli röggsemi hvort sem um var að ræða enskan vals eða einhvern annan glæsilegan dans. Nemendur virtust skemmta sér konunglega og rifjuðu upp sporin í sameiningu.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danshátíðinni í morgun.





















Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir