Fundur 1549

  • Bćjarráđ
  • 3. júní 2020

1549. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 2. júní 2020 og hófst hann kl. 17:00. 
 
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.  Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.  
 
Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 
 
Dagskrá: 
 
1.  Fráveita Grindavíkurbæjar - hönnun og staðarval - 2001029 
 Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið voru bæjarfulltrúar sem ekki sitja í bæjarráði, formaður skipulagsnefndar, hafnarstjóri, formaður hafnarstjórnar, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingarfulltrúi/veitustjóri og umsjónarmaður fasteigna.  
 
Auk þess tveir ráðgjafar frá verkfræðistofunni Eflu sem kynntu niðurstöður líkans til að staðsetja útrás fráveitukerfis Grindavíkurbæjar, utan hafnargarða.  
 
Bæjarráð samþykkir að skoða nánar valkosti B og C sem báðir eru í vestari hluta Hópsness.

2.  Undirbúningur - Opið bókhald Grindavíkurbæjar - 1902005 
 Bæjarfulltrúarnir Guðmundur Pálsson og Birgitta Káradóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Hallgrímur Arnarson frá KPMG mætti á fundinn og kynnti lausn KPMG um bókhaldsupplýsingar á heimasíðu bæjarins.  
 
Bæjarráð samþykkir að kaupa kerfið frá KPMG og gerir ráð fyrir innleiðingu í haust.

3.  HS Orka: Veðsetning samningsbundinna réttinda - 1710096 
 Lögð fram tillaga að staðfestingu á aflýsingu kvaðar vegna ákvæða um hagnýtingarsamning um náttúruauðlindir.  
 
Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna.

4.  Fagháskólanám í leikskólafræðum - 2005095 
 Lögð fram viljayfirlýsing um fagháskólanám í leikskólafræðum í samvinnu Háskóla Íslands, Keilis og sveitarfélaganna á Suðurnesjum.  Yfirlýsingin hefur verið undirrituð með fyrirvara um staðfestingu sveitarfélaganna.  
 
Bæjarráð staðfestir viljayfirlýsinguna. 

5.  Fjármál sveitarfélaga vegna Covid 19 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - 2005061  

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. maí 2020, lagt fram. 

6.  Samanburður fasteignagjalda viðmiðunareignar í 26 þéttbýliskjörnum 2020 - 2005094 
 
Lögð fram skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á fasteignamati og fasteignagjöldum 2020 á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Fram kemur að Grindavík er að innheimta næstlægstu fasteignagjöldin af þessum 26 þéttbýlisstöðum sem fram koma í skýrslunni.  

7.  Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. 187. mál. - 1903011 
 Haustið 2019 var skipaður starfshópur til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu. Skýrsla starfshópsins er lögð fram.

8.  Húsaleigusamningur - Skólabraut - 2005103 
 Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur gerir tilkall til húsnæðisins við Skólabraut sem nú er í fórum Félags handverkafólks í Grindavík.  
 
Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

9.  Landskerfi bókasafna - Aðalfundur 2020 - 2005106 
 Lagt fram fundarboð aðalfundar Landskerfa bókasafna fimmtudaginn 11. júní 2020.  
 
Bæjarráð samþykkir samhljóða að Andrea Ævarsdóttir verði fulltrúi Grindavíkurbæjar á fundinum.

10.  Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2019 - 2005093 
 Lagt fram fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 12. júní 2020 kl. 15:00.  Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

11.  Sandfok af plani við hópið-bótakrafa - 1910028  

Úrskurður úrskurðarnefndar í vátryggingamálum lagt fram.

12.  Slys við Brimketil - 2005069  

Bæjarráð hafnar erindinu.

13.  Suðurnesjarall 2020 - 2005080 
 Akstursíþróttafélag Suðurnesja óskar eftir heimild til þess að fram fari rall um Hópsnesið 6. júní.  
 
Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem skilað verið við veginn eins og komið var að honum.

14.  Beiðni um kaup á ljósritunarvél - 2005109  

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2021.  

15.  Víkurfréttir, stuðningur - 1906076 
 Lagt fram erindi frá ritstjóra Víkurfrétta um stuðning við sjónvarpsþáttaframleiðslu.  
 
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000 kr. 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45. 
 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467