Verndarsvćđi í byggđ

  • Grindavíkurbćr
  • 26. maí 2020

Lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 sem tóku gildi um mitt árið 2015 gefa sveitarfélögum tækifæri á að sækja um styrk til Minjastofnunar Íslands til að vinna tillögu að verndarsvæði.  

Í ágúst 2016 ákvað Grindavíkurbær að sækja um styrk til að vinna tillögu að verndaráætlun fyrir Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Á haustmánuðum sama ár veitti Minjastofnun Íslands sveitarfélaginu styrk til verksins. Í kjölfarið óskaði Grindavíkurbær eftir því að EFLA verkfræðistofa verkstýrði verkefninu fyrir hönd bæjarins og ritstýrði skýrslugerð.

Grindavíkurbær fékk Elínu Ósk Hreiðarsdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands og Hjörleif Stefánsson arkitekt til að vinna saman að gerð húsakönnunar og fornleifaskráningar. Þessir aðilar unnu tillögu að verndaráætlun í sameiningu. 

Hér má nálgast skýrsluna um Verndarsvæði í byggð  - Þórkötlustaðahverfi í Grindavík 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR