Göngur í sumar - Skógfellsstígur

  • Gönguferđir
  • 2. júní 2020

Nú er sumarið að ganga í garð og margir að huga að skemmtilegri útivist. Í allt sumar ætlum við að koma með hugmyndir að góðum gönguleiðum í kringum Grindavík. Fyrsta gönguleiðin er Skógfellstígurinn. Skemmtileg leið frá Vogunum yfir til Grindavíkur.

Göngutími: 5-6 klst 

Lengd göngu: 16 km 

Göngubyrjun: Við upphafsskilti Skógafellavegar við Vogaheiði. Ef farið er á bíl er hægt að leggja á stæði við hringtorg Vogaafleggjara og labba stuttan spöl meðfram Reykjanesbraut að skiltinu (um 1 km). 

Gönguendir: Við vörðu Skógfellstígar hjá Hópinu (knattspyrnuhús). 

Leiðarlýsing: Stórskemmtileg leið um merka þjóðleið milli Voga og Grindavíkur sem vermenn fyrri tíma notuðu. Gönguleiðin er talin um 700 ára gömul. Slóðin er meitluð í klappir og er gönguleiðin merkt með bæði stikum og vörðum. Gönguleiðin er skemmtileg í góðu veðri en á meðal þess sem landslagið hefur upp á að bjóða er að ganga meðfram litla og stóra Skógfelli ásamt því að enda gönguna meðfram Gálgaklettum hjá Grindavík.

- Í allt sumar ætlum við að koma með hugmyndir að góðum gönguleiðum í kringum Grindavík, ekki er um skipulagðar ferðir að ræða.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir