Fundur 44

  • Umhverfis- og ferđamálanefnd
  • 13. maí 2020

44. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 13. maí 2020 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Sigurveig Margrét Önundardóttir, aðalmaður,
Klara Bjarnadóttir, aðalmaður,
Teresa Björnsdóttir, aðalmaður,
Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður,
Unnar Á Magnússon, aðalmaður,
 

Fundargerð ritaði:  Krisín María Birgisdóttir, Upplýsinga- og markaðsfulltrúi.

Dagskrá:

1.     Grænni Grindavík - 2003032
    Nefndin fékk góða kynningu frá Antoni hjá Klöppum, grænum lausnum sem fór yfir markmið framsækinnar umhverfisstjórnunar. Grindavíkurbær hefur greitt aðgang að þjónustunni í nokkur ár. Á næsta fundi nefndarinnar munu liggja fyrir nánari upplýsingar um stöðu sveitarfélagsins og aðgerðaráætlun. 
        
2.     Lausaganga hunda - 1011035
    Nefndin þakkar fyrir erindið og leggur til að bætt verði úr merkingum þar sem lausaganga hunda er bönnuð. Bæta þarf merkingar við Þorbjarnarfell og niðri í Bót. Auk þess leggur nefndin til að birt verði frétt þess efnis bæði á vefsíðu bæjarins og í næsta tölublaði Járngerðar. 

Jafnframt felur nefndin upplýsinga- og markaðsfulltrúa að óska eftir viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun svo koma megi upp hundagerði sem fyrst. 
        
3.     Lausaganga katta - 1906019
    Nefndin fór ítarlega yfir málið og tekur undir þær áhyggjur sem íbúar hafa af ónæði við lausagöngu katta. Nefndin skoðaði samþykktir hjá Norðurþingi þar sem lausaganga katta er bönnuð. Nefndin felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa að kanna hvernig þeirri samþykkt er framfylgt. Einnig verði gerð frétt á vefsíðu bæjarins með vinsamlegum tilmælum til þeirra sem eiga ketti. 
        
4.     Opin og græn svæði - 1905037
    Nefndin lýsir yfir ánægju með verkefnalistann og þau verkefni sem framundan eru. Þá fagnar nefndin þeim viðbótar sumarstöfum sem boðið var upp á fyrir sumarið. Nefndin bendir á að kjörið væri að laga til á því svæði sem áður var Krílakot þannig að íbúar geti notið þess í sumar og í framtíðinni. Einnig leggur nefndin til að skoðaður verði sá möguleiki að setja niður fótboltamörk á opnum grænum svæðum og jafnvel körfuboltaspjöldum við botlangagötur. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135