Lausar stöđur viđ Grunnskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 7. maí 2020

Stöður við Grunnskóla Grindavíkur eru nú lausar til umsóknar. 

Umsjónarkennarar í 80 - 100% starf, textílkennara og kennara í smíði í hlutastarf.
Umsóknarfrestur er til 13. maí en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2020.   

Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla, háskólamenntun í uppeldis- og kennslufræði, metnaðarfullir, góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. Skólinn vinnur í anda Uppeldi til ábyrgðar.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. 

Umsóknir  skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is 

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. febrúar 2024

Barnaţing á fimmtudaginn 7. mars

Fréttir / 4. mars 2024

Samkomulag viđ innviđaráđuneytiđ

Fréttir / 29. febrúar 2024

Pistill bćjarstjórnar

Fréttir / 28. febrúar 2024

Úrrćđi fyrir rekstrarađila í Grindavík 

Fréttir / 22. febrúar 2024

Frá bćjarstjórn. In English below.