Hádegisfundur međ ferđaţjónustunni í Kvikunni í dag

  • Kvikufréttir
  • 25. maí 2020

Grindavíkurbær hefur ásamt ferðaþjónustunni í sveitarfélaginu haldið reglulega samráðsfundi undanfarið ár. Í hádeginu í dag verður fundur með fulltrúum Grindavíkurbæjar og þeim fyrirtækjum í Grindavík sem eru tengd ferðaþjónustunni. Bæði hefur verið sendur út póstur á aðila ferðaþjónustunnar og þá hefur fundurinn verið auglýstur á Facebook síðu Grindavík Experience sem eru ferðaþjónustusamtök bæjarins. 

Allir þeir sem telja sig vera tengda ferðaþjónustunni með einum eða öðrum hætti eru velkomnir til fundarins sem haldinn verður í Kvikunni milli kl. 12:00 - 13:00


Deildu ţessari frétt