Fundur 506

  • Bćjarstjórn
  • 4. maí 2020

506. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Gjánni, þriðjudaginn 28. apríl 2020 og hófst hann kl. 17:00. 
 
 
Fundinn sátu: 
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, 
Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður. 
Einnig sátu fundinn:   Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.  
 
Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 
 
 
 
Dagskrá: 
 
1.  Ársuppgjör 2019 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1912048 
Lilja D. Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2019 og svaraði fyrirspurnum.  
 
Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hjálmar, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Valur, Hallfríður og Helga Dís.  
 
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2019 er lagður fram til fyrri umræðu.  
 
Bókun  
Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 453,8 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 293,5 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 496 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 314 milljónum króna í rekstrarafgang.  
 
     Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:  
-    Útsvar og fasteignaskattur eru 83 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.  
-    Framlög Jöfnunarsjóðs eru 1,7 milljónum króna hærri en áætlun.  
-    Aðrar tekjur eru 109 milljónum króna hærri en áætlun.  
-    Laun og launatengd gjöld eru 11,3 milljónum króna hærri en áætlun.  
-    Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 19,2 milljónum króna undir áætlun.  
-    Annar rekstrarkostnaður er 49,9 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.  
-    Afskriftir eru 27 milljónum króna lægri en áætlun.  
-    Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 3,4 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.  
 
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 10.649,6 milljónir króna.  
Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.747,8 milljónir króna.  
Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2018 og er 614 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 30,3 milljónir króna.  
Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 200,9 milljónir króna og þar af eru næsta 
árs afborganir 9,4 milljónir króna.  
Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 8.901,7 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 83,6%.  
 
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 48% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 553 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf. , þá er skuldahlutfallið 32,8%.  
Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í bæði í A-hluta og A- og B-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar.  
 
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 828,1 milljónkróna í veltufé frá rekstri sem er 22,7% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 693,6 milljónum króna.  
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2019, 834,7 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 1.051,9 milljónum króna.  
 
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 9,3 milljónir króna.  Handbært fé hækkaði um 63,7 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 388,8 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2019 var 1.745,1 milljón króna.  
 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.  
2.  Deiliskipulagsbreyting vegna Suðurhóps 2 - 2001043 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður, Helga Dís og Páll Valur.  
 
Grenndarkynningu á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Suðurhóp 1 er lokið. Farið er í deiliskipulagsbreytinguna til að útbúa byggingareit sem fullbyggður Hópsskóli kemst 
     fyrir á ásamt því að útvíkka lóðarmörk. Ein athugasemd barst.  
 
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.  
 
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða. 
3.  Deiliskipulagsbreyting í Svartsengi - 1909021 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, Páll Valur, Birgitta og bæjarstjóri.  
 
Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu í Svartsengi hefur farið fram. Ein      athugasemd barst.  
 
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar henni til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.  
 
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna samhljóða. 
4.  Stamphólsvegur 1 - framkvæmdir við nýja deild - 2001031 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hjálmar, Birgitta og Hallfríður.  
      
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárfestingaáætlun 2020 vegna útistofu við 
leikskólann Krók til þess að ljúka þar framkvæmdum sómasamlega. Um er að ræða frágang á jarðvinnu, klæðningu á gámaeiningum, nauðsynlegum húsbúnaði og frágangi innanhúss. Viðaukabeiðnin er að upphæð 14.000.000 kr.  
 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.  
 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
5.  Undirgöng undir Nesveg við Golfvöll - 1910045 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hallfríður.  
 
Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 3.200.000 kr. á lykilinn      06813-9612.  
 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.  
 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
6.  Miðgarður 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2004022 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Hallfríður, bæjarstjóri og Guðmundur.  
 
Sótt er um byggingarleyfi við Miðgarð 2 vegna stækkunar á lyftuhúsi á áður samþykktri viðbyggingu.  
 
Þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast að engu      hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn (3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010) frá áður samþykktu byggingarleyfi þá samþykkir skipulagsnefndin stækkunina.  
 
Fullnaðarafgreiðslu máls vísað til bæjarstjórnar.  
 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingaleyfið. 
7. Beiðni um viðauka vegna samstarfssamnings við Hestamannafélagið Brimfaxa - 2004019 
Til máls tóku: Sigurður Óli og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.  
 
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 á lykilinn 06814-9922. Um er að ræða 1.251.000 kr. vegna samstarfssamnings við hestamannafélagið Brimfaxa.  
      
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.  
 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
8.  Kaup á hlut í skólahúsnæði Keilis - 1912059 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hjálmar, bæjarstjóri, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður og Helga Dís.  
      
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Grindavíkurbær kaupi hlut í fasteignafélagi Keilis eins og lagt er upp með í gögnum málsins. Settir eru fyrirvarar um samþykki Kadeco og allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum svo og sjálfbærni skólans til framtíðar. Forsenda fyrir kaupunum er að langtímasamningur við mennta- og menningarmálaráðuneyti um leigu fasteignarinnar liggi fyrir.  
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 5 atkvæðum með þeim fyrirvörum sem þar eru. Hallfríður og Helga Dís greiða atkvæði á móti.  
 
Bókun  
Miðflokkurinn í Grindavík hafnar því að leggja til 25 milljónir til kaupa á fasteignafélagi Keilis þrátt fyrir þá varnagla sem settir hafa verið fyrir kaupunum.  
Greinargerð  
Samkvæmt ársreikningum sem aðgengilegir eru á heimasíðu Keilis er umrædd fasteign færð á milli félaga fyrir um tveimur árum síðan og var kaupverð hennar þá rúmlega 400 milljónir. Í dag er verðmat þessarar sömu fasteignar verðlagt annars vegar uppá rúmar 800 milljónir og hins vegar uppá rúmar 1.100 milljónir. Það þýðir að verðlag eignarinnar samkvæmt verðmati hefur því margfaldast á þessum árum sem fylgir ekki annarri verðþróun húsnæðis á svæðinu.  
25 milljónir eru veruleg fjárhæð af sameiginlegum sjóði bæjarbúa og slíkar fjárhæðir á ekki að reiða fram nema að vel ígrunduðu máli. Ábyrgð okkar bæjarfulltrúa er töluverð þegar kemur að þessum sameiginlega sjóði og á þeim forsendum byggjum við ákvörðun okkar. Þau gögn sem lögð hafa verið fram máli þessu til stuðnings gefa ekki tilefni til að ætla að rekstur skólans geti orðið sjálfbær sér í lagi þar sem framundan er mikill óvissutími. Þrátt fyrir að fasteignafélagið verði sjálfstæð eining þá er grundvöllur fasteignafélagsins sá að skólinn verði sjálfbær.  
Það verður að segjast eins og er að Grindavíkurbær hefur lítilla sem engra hagsmuna að gæta annarra en samfélagslegra. Þó má með sanni segja að Grindvíkingar nýta sér skólavist í Keili en það gera þeir einnig í fjölmörgum skólum landsins. Það er einnig vert að benda á að rekstur framhaldsskóla er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga og teljum við fjárfestingar í húsnæði slíkrar starfsemi í öðru sveitarfélagi ekki eiga að vera verkefni okkar.  
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins.  
 
Bókun  
Rödd unga fólksins telur forsendur vera ófullnægjandi til þess að eyða almannafé í þessa fjárfestingu að svo stöddu.  Bæjarfulltrúi Raddar unga fólksins.  
 
Bókun  
Rekstur Keilis snertir Grindavíkurbæ ekki beint en erfitt er að horfa framhjá því ef störf hátt í hundrað manna ásamt afleiddum störfum þurrkast út. Um eitt hundrað Grindvíkingar hafa sótt nám og aflað sér menntunar undanfarin ár hjá Keili. Nauðsynlegt er að halda menntunarstigi á Suðurnesjum uppi, sérstaklega á þessum viðsjárverðu tímum sem við búum við núna. Verið er að fjárfesta í fasteign sem hægt verður að selja til baka síðar. Samstaða Suðurnesjanna hefur væntanlega aldrei verið mikilvægari, því styðja fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að hlutur verður keyptur í skólahúsnæði Keilis svo lengi sem fyrirvarar eru uppfylltir.  Bæjarfulltrúar B- og D-lista. 
9.  Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012 
Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Birgitta, Guðmundur, Hjálmar og Helga Dís.  
      
Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. mars 2020 er lögð fram til kynningar. 
10. Bæjarráð Grindavíkur - 1544 - 2004003F  
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Guðmundur og bæjarstjóri.  
      
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
11. Bæjarráð Grindavíkur - 1545 - 2004009F  
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur, Birgitta,      Guðmundur og bæjarstjóri.  
 
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
12. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 44 - 2004007F  
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og      stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta, Hallfríður og Helga Dís.  
 
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
13. Skipulagsnefnd - 71 - 2004008F  
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hjálmar, Páll Valur, bæjarstjóri, Birgitta,  Hallfríður og Helga Dís.  
 
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Bćjarráđ / 18. maí 2021

Fundur 1582

Skipulagsnefnd / 17. maí 2021

Fundur 86

Bćjarráđ / 11. maí 2021

Fundur 1581

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2021

Fundur 104

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573