Grindavíkurbćr hlýtur jafnlaunavottun

 • Fréttir
 • 2. apríl 2020

Grindavíkurbær hefur hlotið jafnlaunavottun frá frá vottunarstofunni iCert, sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi Grindavíkurbæjar samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins, ÍST85:2012. Tilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna. Með þessu er markmiðið að auka almenna starfsánægju starfsmanna með gegnsærra og réttlátara launakerfi. 

Jafnlaunastefna Grindavíkurbæjar snýst um að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni þess sem sinnir starfinu. Jafnlaunastefnan er hluti af starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar en hana má lesa í heild sinni hér.

Grindavíkurbær hefur undanfarið  verið í innleiðingu á jafnlaunakerfi með það að markmiði að hljóta jafnlaunavottun. Jafnlaunakerfið er sett upp samkvæmt jafnréttislögum og jafnlaunastaðli. Sú vinna hefur gengið vel og er jafnlaunakerfið nú tilbúið og búið að taka í notkun. Vottunarúttekt fór  fram og beðið er niðurstaðan sú að Grindavíkurbær uppfyllir öll skilyrði sem sett eru fram til að hljóta jafnlaunavottun. 
Grindavíkurbær setti sér það markmið að ekki mælist meira en 3,5% launamunur milli kynjanna en það er sá munur sem PWC hefur til viðmiðunar til að veita Gullmerki PWC í mældum launamun. 
 
3,5% er það viðmið sem PWC metur sem eðlileg skekkjumörk við launagreiningu á heildarlaunum þar sem launagreiningarlíkan nær aldrei yfir allar hugsanlegar breytur. 

Niðurstöður úr launagreiningu sem PWC framkvæmdi fyrir Grindavíkurbæ lágu fyrir í mars. Kynjadreifing hjá Grindavíkurbæ er almennt býsna ójöfn. Í úrtaksmánuði voru launamenn 226 sem skiptast þannig að karlmenn voru 53 á móti 173 konum. 
 
Launamunur á grunnlaunum þegar tekið er tillit til starfsmats og persónubundinna þátta er 3,4% konum í vil. Launamunur á heildarlaunum þegar tekið er tillit til starfsmats og persónubundinna þátta mældist 3,7% körlum í vil. 

Þetta er nálægt þeim markmiðum sem Grindavíkurbær hefur sett sér en útbótavinna er þegar farin af stað og er stefnt á að ná 3,5% markinu sem fyrst.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. júní 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 24. júní 2022

Blómleg gjöf frá Orkusölunni

Fréttir frá Ţrumunni / 21. júní 2022

Sumar-Ţruman 21.-23. júní

Fréttir / 14. júní 2022

Kvikmyndatökur í Eldvörpum í nótt

Fréttir / 13. júní 2022

Hopp í Grindavík

Sjóarinn síkáti / 11. júní 2022

Sjóarinn síkáti - Dagskráin 11. júní 2022

Sjóarinn síkáti / 9. júní 2022

Blúskvöld Láka á Salthúsinu og DIMMA í Gígnum

Sjóarinn síkáti / 9. júní 2022

Fyrrverandi varđskipiđ Óđinn til Grindavíkur

Fréttir / 9. júní 2022

Keppir viđ heimsmeistarann

Fréttir / 8. júní 2022

Féll kylliflatur fyrir Farmal Cub

Fréttir / 8. júní 2022

Lokun gatna 10.-12. júní

Fréttir / 8. júní 2022

Málefnasamningur 2022-2026

Fréttir / 7. júní 2022

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Nýjustu fréttir

Endurbćtur viđ Brimketil

 • Fréttir
 • 27. júní 2022

List- og verkgreinakennari óskast

 • Fréttir
 • 24. júní 2022

Breytingar á dagskrá 17. júní

 • Fréttir
 • 16. júní 2022

17. júní 2022 í Grindavík

 • Fréttir
 • 14. júní 2022

Sumar-Ţruman fyrir 4.-10. bekk í sumar

 • Fréttir
 • 13. júní 2022

Sjóarinn síkáti - Dagskráin 12. júní 2022

 • Sjóarinn síkáti
 • 12. júní 2022

Veđurviđvörun um helgina

 • Fréttir
 • 10. júní 2022

Sjóarinn síkáti - Dagskráin 10. júní 2022

 • Sjóarinn síkáti
 • 10. júní 2022