Á meðfylgjandi upplýsingaspjaldi sem eru inni á vef heilsugæslustöðvanna eru skýrar myndrænar leiðbeingar um hvað má og má ekki gera meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.
Það er svo mikilvægt að allir séu með reglurnar á hreinu og fari eftir þeim til fækka smitum.
Þarna er sett fram með einföldum hætti hvað má gera eftir því hvaða hópi viðkomandi tilheyrir. Hóparnir eru fjórir - þau sem eru í sóttkví, í einangrun, 60+eða í áhættuhópi eða frísk.
Spjöldin eru á íslensku og ensku. Þau eru pdf-skjöl sem henta vel til útprentunar.