Breytt áćtlun í heilsueflingu Janusar vegna COVID-19

  • COVID
  • 16. mars 2020

Viðbrögð og áætlun við stöðumati stjórnvalda vegna COVID-19:

Hér er að finna breytta áætlun Janusar heilsueflingar og bæjarstjórnar Grindavíkur út frá stöðumati stjórnvalda, ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknis og Embætti landlæknis, fimmtudaginn 12. mars. Áætlunin er gerð í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins og er eftirfarandi:
1.    Við þurfum því miður að fresta fyrstu æfingaviku (upphafinu) í verkefni okkar; Fjölþætt heilsuefling 65+ í Grindavík, um óákveðinn tíma en á áætlun var að hefja verkefnið í næstu viku, mánudaginn 16. mars. Þetta er gert vegna stöðu COVID-19 faraldurs hér á

landi og um heim allan:
a.    Sameiginlegar æfingar frestast því um óákveðinn tíma:
i.    Sameiginlegar æfingar í Hópinu á mánudögum falla því niður en hópamyndun eldri einstaklinga er ekki æskileg að mati stjórnvalda. Engu að síður mun Hópið verða opið fyrir íbúa Grindavíkur til gönguæfinga þar til annað verður ákveðið.
ii.    Sameiginlegar æfingar í GYM HEILSU falla einnig niður af sömu ástæðu um óákveðinn tíma.

2.    Þrátt fyrir framangreind atriði eru þátttakendur hvattir til að stunda daglega hreyfingu, hefja hana eða stunda hana áfram eins og kostur er.

a.    Hægt er að hreyfa sig utandyra þar sem góð skilyrði eru til staðar, þá sérstaklega í formi gönguferða. Finnið góðar gönguleiðir til daglegrar göngu.
b.    Þátttakendur meti það sjálfir hvort þeir vilji stunda aðra þjálfun, hver og einn fyrir sig, meðan á þessu ferli stendur. Kjósi þeir það er mikilvægt að fylgja ráðleggingum Embætti landlæknis um markvissan handaþvott og hreinlæti fyrir og eftir æfingar.
c.    Það skal endurtekið að þátttakendur sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eru sérstaklega hvattir til að fara gætilega og sýna fyrirhyggju.

3.    Dagleg hreyfing er nauðsynleg, hvort sem það er í heimahúsi eða utandyra. Ýmislegt er hægt að gera til að auka daglega virkni og munum við senda ykkur hugmyndir um ýmsa möguleika, bæði í gegnum síðu okkar á Facebook og einnig í gegnum netpóst ykkar. 

a.    Öll hreyfing styrkir bæði andann og líkamann og eru þátttakendur því hvattir til að hreyfa sig eftir hverja 30–45 mínútna setu, hvort sem það er innan- eða utandyra. 
b.    Nú reynir einnig á okkur sérfræðingana að finna hugmyndir fyrir ykkur að skipulagðri dagskrá heima fyrir. Þið eigið von á slíku frá okkur.
Tilkynningar um frekari breytingar verða uppfærðar reglulega, í síðasta lagi að viku liðinni. Megi ykkur ganga allt í haginn í þessu fordæmalausu ástandi sem nú herjar á okkur og heim allan. Stöndum saman í því að viðhalda góðri heilsu á erfiðum tímum en okkur ber siðferðisleg skylda til að fylgja fyrirmælum hins opinbera.

Ef þið hafið nú þegar gengið frá árskorti í heilsuræktarstöðina GYM HEILSU þá munum við sjá til þess að kortið fari í geymslu (verði fryst) þar til upphafið verður ákveðið að nýju. 

Gangi ykkur vel, 
starfsmenn Janusar heilsueflingar og tengiliðir okkar við Grindavíkurbæ.
 


Deildu ţessari frétt