Neyđarstjórn og viđbragđsáćtlun vegna COVID-19

  • COVID
  • 16. mars 2020

Grindavíkurbær hefur samþykkt viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 og í kjölfarið skipað neyðarstjórn. Ákvarðanir um lokanir eða takmarkanir á þjónustu eru teknar af neyðarstjórn Grindavíkurbæjar. Neyðarstjórn fylgist náið með þróun mála á útbreiðslu COVID-19 veirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnanefnd Grindavíkurbæjar


Hér má nálgast viðbragðsáætlun Grindavíkurbæjar vegna COVID-19. 
Neyðarstjórn Grindavíkurbæjar - erindisbréf.

 

Lokanir og takmarkanir vegna COVID-19
Kvikan:
Menningarhúsið Kvikan er lokað frá og með deginum í dag um óákveðinn tíma. Kvikan er ekki aðeins menningarhús Grindvíkinga heldur líka upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. 

Frá og með mánudeginum 16. mars verður bókasafnið lokað fyrir almenningi. Almenningi býðst því til að koma á safnið í dag, föstudaginn 13. mars til klukkan 18:00 og á morgun laugardag frá 12:30-17:00 og byrgja sig upp af bókum. 

Bókasafn: Skilalúga safnsins er á vesturgafli (við aðal inngang grunnskólans) og hægt að skila í hann hvenær sem er. 
Sektir verða ekki rukkaðar á meðan þessi ákvörðun er í gildi. 

Íþróttamiðstöð: Búningsklefar hafa verið aðskildir fyrir almenning og nemendur. 

Grindavíkurhöfn: Lokað hefur verið fyrir móttöku gesta á hafnarvogina. Hægt að hafa samband símleiðis eða í gegnum netið. 

Aðrar stofnanir bæjarins: Íbúar eru beðnir um að lágmarka komur sínar í stofnanir sveitarfélagsins. Þurfi þeir á þjónustu að halda eða eru með fyrirspurnir er bent á að hafa samband í síma 420-1100 eða á netföng starfsmanna sem finna má hér. 


Deildu ţessari frétt