Kæru lánþegar og aðrir Grindvíkingar.
Sem mótvægisaðgerð vegna COVID-19 (kórónaveirunnar) var tekin ákvörðun af neyðarteymi Grindavíkurbæjar, um að loka bókasafninu fyrir almenning frá og með mánudeginum 16. mars.
Við ætlum því að bjóða lánþegum upp á að koma á bókasafnið í dag, föstudaginn 13. mars til kl. 18:00, og á morgun laugardag frá 12:30-17:00 og byrgja sig upp af bókum.
Skilalúga safnsins er á vesturgafli (við aðalinngang grunnskólans) og er hægt að skila í hana hvenær sem er.
Sektir verða ekki rukkaðar á meðan þessi ákvörðun er í gildi.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk bókasafnsins