Milljarđur rís 2020: Sýnum samstöđu međ ţolendum kynbundins ofbeldis!

  • Kvikufréttir
  • 25. maí 2020

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Kvikunni auðlinda- og menningarhúsi í Grindavík þann 14. febrúar klukkan 12.15-13.00.

Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. 

Það er óhugnanleg staðreynd að 1 af hverjum 3 konum um heim allan verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna! Við mjökumst þó hægt í rétta átt og það verður ljósara með hverju árinu sem líður að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið. Í ár beinir UN Women kastljósinu að stafrænu ofbeldi, sem er sívaxandi vandamál sem Ísland og önnur lönd hafa verið sein að grípa til aðgerða gegn. 

Vissir þú að:
•    Ein af hverjum tíu konum í Evrópusambandinu hefur upplifað kynferðislega áreitni á Netinu
•    Konur á aldrinum 18 – 24 ára eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart eltihrellum, kynferðislegri áreitni á Netinu og hljóta í kjölfarið hótanir um líkamlegt ofbeldi
•    Ein af hverjum fimm konum í heiminum býr í landi þar sem mjög ólíklegt er gerandi á Netinu verði sóttur til saka 
•    Tækninýjungar og Netið hafa auðveldað mansal og vændi til muna

Á Milljarði Rís stígur heimsbyggðin baráttudans gegn ofbeldi með gleði að vopni, dansað verður í yfir 200 borgum víðsvegar um heiminn. Auk þess verður dansað á tíu stöðum víðsvegar um landið; í Hörpu, Hofi Akureyri, Frystiklefanum Rifi, Menntaskólanum Egilsstöðum, Neskaupstað, íþróttamiðstöðini Vestmannaeyjum, Fosshóteli Húsavík, Ungmennahúsinu Reykjanesbæ, Félagsheimilinu á Hólmavík, Herðubreið á Seyðisfirði, Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps, Kvikunni í Grindavík og íþróttahúsinu við Vallaskóla á Selfossi.

Sameinumst öll og dönsum gegn kynbundu ofbeldi!

Tengill í Grindavík er Sunna: sunna@grindavik.is
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík