Íbúafundur: Líklegast ađ ekkert gerist

  • Almannavarnir
  • 29. janúar 2020

Fjölmennum íbúafundi í íþrótthúsinu lauk nú rétt eftir kl. 18:00 í kvöld en yfir 1000 manns mættu til fundarins. Til umræðu voru jarðhræringar við Þorbjörn. Framsögumenn fundarins voru Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands og Bjarney Annelsdóttir varðstjóri hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum. Fannar Jónasson bæjarstjóri var fundarstjóri og opnaði fundinn með framsögu um gang mála síðastliðinn sólarhring. 

Niðurstaða íbúafundarins í dag í íþróttahúsinu er að líklegast er að ekkert verði úr þeim jarðhræringum sem eiga sér stað við fjallið Þorbjörn. í 9 af hverjum 10 tilfellum sem slíkt á sér stað verður ekkert úr jarðhræringunum og því ólíklegt að kvikuskot geti leitt til goss. 

Fram kom á fundinum að m.v. jarðsöguna og sambærileg gos verður viðbragðstíminn alltaf nægur svo fólk geti komið sér af svæðinu ef til eldgoss kemur. Sérstakar áætlanir eru í gangi bæði hvað varðar rýmingu og viðbragð við náttúruvá eins og eldgosi. 

Þá komu fram gagnlegar upplýsingar um tryggingar á innbúi þegar tjón verður af völdum náttúruhamfara. Gott er því fyrir fólk að kanna vátrygginarupphæð og að hún nái yfir verðmæti innbús. 

Eftirfarandi er samantekt af vef Víkurfrétta:

Fannar Jónasson, bæjarstjóri fór stuttlega yfir stöðu mála eftir fund á Veðurstofu Íslands í gær. Hann sagði að áhersla yrði lögð á að upplýsa bæjarbúa sem best.

Ólafur Helgi lögreglustjóri sagði að það væri aldrei auðvelt að bíða eftir því að eitthvað kunni að gerast en Íslendingar eru samt vanir því. „Undirbúum okkar vel, lögregla og yfirvöld, með því að stilla saman strengina. Það skiptir máli að við deilum upplýsingum og ræðum málin. Gula viðvörun þýðir það að við séum að undirbúa okkur sem kann að gerast, t.d. ff fólk þyrfti að rýma heimili sín. Mikilvægt að fólk fylgi leiðbeiningum og fylgist vel með. Sólarhringsvakt verður hjá lögreglunni á næstunni.

Suðurstrandarvegur, Grindavíkurvegur og vestur eftir fyrir Reykjanesið eru flóttaleiðir. Það sem skiptir öllu máli er að fólk velti fyrir sér hvað það þarf að taka með sér helstu nauðsynjar eins og lyf, gleraugu en slíkir hlutir vilja gleymast á svona stundum. Skrifið niður hvað þið viljið taka með. Við lítum líka á þetta sem gott tækifæri sem góða æfingu ef svona atburðir gerast. Ekki má gleyma að upplýsa börnin, sagði lögreglustjóri.

Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofu Íslands:

„Það er sólarhringsvöktun á Veðurstofu Íslands sem fylgist með jarðhræringum.  Samþætt vöktun. Mikil skjálftavirkni hefur verið frá því í haust, t.d við Fagradalsfjall en breytingin er sú að fleiri skjálftar nær Grindavík hafa mælst að undanförnu. Þessi hrina er ennþá í gangi. Það sem er sérstakt núna samfara þessari hrinu er að það mælist landrismerki með Þorbjörn í miðjunni. Landris hefur mælst rétt vestan megin við Þorbjörn á nokkurra kílómetra dýpi. Þetta landris hefur gerst nokkuð hratt, um 2 sm. Á síðustu sex dögum, 3-4 millimetrar á sólarhring að undanförnu. Það heldur áfram. GPS mælingar sýna einnig landris. Hægt er að sjá skjálftavefsjá, skjálftalísu á vefsíðu Veðurstofunnar. Ef þið verðið vör við markverðar breytingar þá endilega að hafa samband við Veðurstofuna,“ sagði Kristín.

Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði sagði m.a.:

„Eldvirkni er mjög lotubundin á Reykjanesi og það hefur ekki orðið gos þar í 800 ár. Svona atburðir eins og nú munu hugsanlega gerast aftur á næstu árum eða áratugum. Ástæðan fyrir viðbúnaðarstigi er að við getum ekki tekið neina sénsa. Við búum í eldfjallalandi. Við verðum að vera viðbúin. Mögulegar sviðsmyndir eru nokkrar. (Sjá glærur á vefsíðu Veðurstofunnar). Þó að svona atburðir gerist þýðir það ekki endilega að það verði eldgos en það er möguleiki. Síðast gerðist það árið 1789.

Ástandið gæti verið vegna spennusöfnunar en þetta merki, þegar landris verður er líklegt að þar sem kvikuinnskot verða þá leiði það ekki til eldgoss. Við búum okkur undir að það geti orðið eldgos. Þess vegna er mikilvægt að fólk undirbúi sig undir það. Við erum jú með reykjskynjara heima hjá okkur. Hvernig myndi eldgos haga sér? Í Svartsengi var síðast virkni árið 1226-1240, síðan hefur ekki gosið. Hversu alvarlegt getur þetta orðið? Ekki stórt í samhengi við stærstu gos á Íslandi eins og Skaftáreldar 1783 og sprengigos í Öræfajöili 1362 en þetta eru stærstu gos á Íslandi.

Kötugos 1918 var stórt og hættulegt. Eldgos í Heimaey var stórt. Það verða ekki eldgos á Reykjanesi í stærsta flokki eldgosa eins og þau sem eru m.a. nefnd hér að framan. Það getur samt gosið nokkuð nálægt Grindavík. Kröflugosin eru flæðigos og mynda hraun, eru öflug fyrsta sólarhringinn, hraun rennur en gosið minnkar svo fljótlega en geta staðið í daga eða vikur. Það er það sem er sambærilegt við það sem gæti gerst við Grindavík. Hvar er líklegast að gjósi? Í sprungum nálægt svæðinu þar sem kvika hefur mælst. Erfitt að fullyrða en líklegt að sú sprunga yrði vestan við Þorbjörn og ekki vitað hvað hún yrði stór, myndi líklega ekki ná út í sjó. En gosið yrði mjög líklega líkt þeim gosum sem voru fyrr á öldum á Reykjanesi og því ekki mjög hættulegt, sagði Magnús Tumi meðal annars í sínu erindi.

Mynd: af vef Víkurfrétta


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?