Óskađ er eftir fólki sem vill stuđla ađ bćttu umferđaröryggi

  • Fréttir
  • 8. janúar 2020

Fyrirhugað er að uppfæra umferðaröryggisáætlun fyrir Grindavíkurbæ. Aðal tilgangur slíkrar áætlunar er að fækka slysum, beita forvörnum og leggja fram tillögur að úrbótum um það sem betur má fara í umferðinni. 

Í þeirri áætlun sem síðast var samin segir meðal annars:
Líta ber á umferðaröryggisáætlunina sem leiðbeiningar frá stjórnsýslu og ráðgjöfum sveitarfélagsins. Þannig fá bæjarfulltrúar góða innsýn í stöðumatið og niðurstöður að verkefnum og forgangsröðun.  Þannig geta bæjarfulltrúar forgangsraðið út frá eigin forsendum og samþykkt umferðaröryggisáætlunina að lokum og þannig tekið ábyrgð á henni.  Umferðaröryggisáætlun er grundvöllur fyrir pólitískar ákvarðanir, hún myndar góðan grunn til að forgangsraða aðgerðum þannig að mestar umbætur náist fyrir minnst fjármagn.

Vinna við nýja umferðaröryggisáætlun verður á verksviði skipulagsnefndar Grindavíkurbæjar. Mikilvægt er að nefndin fái til liðs við sig áhugasama einstaklinga sem vilja beita sér fyrir bættu umferðaröryggi í bæjarfélaginu. Gera má ráð fyrir að haldnir verði einn til tveir fundir á ári vegna þessa verkefnis.

Hér með er þess óskað að þeir aðilar sem reiðubúnir eru til að starfa með nefndinni hafi sambandi við Atla Geir Júlíusson, sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs í síma 420 1100 eða í netfangi atligeir@grindavik.is 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG