Hjónin Elín Ţorsteinsdóttir og Sverrir Vilbergsson Grindvíkingar ársins 2019

  • Miđgarđsfréttir
  • 2. mars 2020

Hjónin Elín Þorsteinsdóttir og Sverrir Vilbergsson hafa verið valin Grindvíkingar ársins 2019 fyrir óeigingjarnt starf í þágu eldri íbúa Grindavíkur. 

Tilgangurinn með nafnbótinni Grindvíkingur ársins er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt.

Hérna má sjá umsagnir um hjónin:

  • Í hverri viku mætir Ella og gefur fólkinu í Víðihlíð dekur, handsnyrtingu, nudd, vax og naglalökkun. Þá heldur Ella utan um útskurðinn og tekur á móti nýjum og gömlum félögum með opnum örmum. Ella sér einnig um kortagerðina í félagsstarfinu. 
  • Sverrir hefur verið duglegur að gefa af sér til eldri borgara líka en ásamt því að mæta og lesa í Miðgarði fyrir fólkið þar þá hefur hann einnig séð um að að lesa jólasögur á aðventunni og lesið upp tölur í bingói undanfarin ár. Sverrir  var í stjórn Félags eldri borgara hér áður. 
  • Bæði koma Ella og Sverrir mikið í dagþjálfunina og spjalla við fólkið í Víðihlíð. Þau eru ávallt boðin og búin til að aðstoða ef þau eru beðin um það. 
  • Þessi heiðurshjón gefa bæði mikið af sér og vilja öllum vel. Þau taka ekkert fyrir það sem þau eru að gera annað en ánægjuna. 

Fjöldi tilnefninga bárust um Grindvíking ársins en valnefnd fer yfir tilnefningarnar og var hún sammála um að Elín og Sverrir ættu þessa heiðursnafnbót skilið.

Viðurkenningin verður afhent formlega á Þrettándagleðinni 6. janúar næstkomandi. 


Við óskum Ellu og Sverri innilega til hamingju með nafnbótina og hvetjum bæjarbúa auðvitað til að fjölmenna á Þrettándagleðina á mánudaginn kemur!
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024