Katla Marín og Ína Ösp fengu viđurkenningu fyrir góđan námsárangur

  • Fréttir
  • 30. desember 2019

Fjölbrautaskóli Suðurnesja útskrifaði alls 59 nemendur föstudaginn 20. desember sl. Af þeim voru 12 úr Grindavík. Katla Marín Þormarsdóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir spænsku, verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku og frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum. Ína Ösp Úlfarsdóttir fékk viðurkenningur fyrir góðan námsárangur í félagsfræði en bæði Katla Marín og Ína Ösp eru úr Grindavík.

Hafdís Hulda Garðarsdóttir var dúx á haustönn en að þessu sinni útskrifuðust 59 nemendur; 46 stúdentar, 14 úr verknámi, sex úr starfsnámi og einn af framhaldsskólabraut starfsbraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 31 og konur 28. Alls komu 37 úr Reykjanesbæ, 12 úr Grindavík, níu úr Suðurnesjabæ og einn frá Eskifirði.

Ítarlega er fjallað um útskriftina á vef Víkurfrétta. 

Við óskum Kötlu Marín og Ínu Ösp innilega til hamingju með frábæran námsárangur auk annarra sem bæði útskrifuðust og fengu viðurkenningar. 

Myndir: Víkurfréttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG