Ţakkir til bćjarbúa frá Kvenfélagi Grindavíkur

  • Fréttir
  • 27. desember 2019

Kæru bæjarbúar. Okkur í Kvenfélagi Grindavíkur langar að koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja fyrir velvild og ómetanlegan stuðning! Árið 2019 hefur verið frábært í okkar starfi enda starfar 
fjölbreyttur og öflugur hópur kvenna í félaginu. Á árinu höfum við styrkt okkar nær samfélag fyrir hátt í þrjár milljónir og erum við stoltar af því. En við höfum líka skapað dýrmætar minningar með samverustundum sem eru okkur mikils virði.

Árið 2020 verður kvenfélagasamband Íslands 90 ára og af því tilefni hafa kvenfélögin í landinu hrundið af stað söfnun.  Konur safna fyrir konum. 

Kvenfélagskonur í Grindavík taka að sjálfsögðu þátt í „Gjöf til kvenna á Íslandi“ meðal annars með því að greiða í söfnunina 9000 krónur fyrir hverja konu í Kvenfélagi Grindavíkur. Einnig ætlum við að selja súkkulaði en ágóði sölunnar rennur í söfnunina og er það ósk okkar að bæjarbúar og velunnar félagsins kaupi af okkur súkkulaði og styrki í leiðinni gott málefni, „Gyllum tilveruna með mola í munni“!

Það er gott að búa í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að gefa af sér og sýnir náungakærleik.

Kvenfélöginn í landinu skipta máli.

Hjartans þakkir til ykkar allra, 

Stuðningur ykkar er ómetanlegur.

Kvenfélag Grindavíkur


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ