Fundur 1534

  • Bćjarráđ
  • 11. desember 2019

1534. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 10. desember 2019 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Sævar Þór Birgisson, varamaður fyrir Helgu Dís Jakobsdóttur, Anton Kristinn Guðmundsson, varamaður fyrir Sigurð Óla Þórleifsson og  Sigurður Enoksson, varamaður fyrir Pál Val Björnsson. 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar bauð varaformaður Anton velkominn á sinn fyrsta bæjarráðsfund.

Dagskrá:

1.     Leikskólahúsnæði; Aukning/stækkun - 1807010
    Hönnun á nýjum leikskóla var kynnt bæjarbúum á heimasíðu bæjarins á tímabilinu 19.nóvember til 5.desember. Ein athugasemd barst til sviðstóra á þessum tíma sem snerist um staðsetningu leikskóla gagnavart skjóli og lóð. 

Staðsetning á leikskóla verður með öðrum hætti en kynningarmyndband sýndi. Skjól fyrir veðri og vindum verður haft í huga. Bílastæði verða þannig að umferðaröryggi á svæðinu verði sem best og gönguleiðir stuttar. 

Óskað er eftir heimild til að halda áfram með hönnun á nýjum leikskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögur með það fyrir augum að ljúka hönnun á mannvirkinu á árinu 2020 eins og fjárhagsáætlun segir til um. Tilboð ráðgjafa er lagt til grundvallar og óskað eftir heimild til að ganga til samninga byggt á því. 

Eftirlit og byggingarstjórn verður boðin út sérstaklega. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið að ganga til samninga við hönnuð á grunni tilboðsins.
        
2.     Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir - 1802069
    Tilboð frá 5 verkfræðistofum liggja fyrir vegna verkfræðilegrar hönnunar á viðbyggingu Hópsskóla. Þá liggur fyrir tilboð frá Kolgátu sem arkitekts byggingar. 

Óskað er eftir heimild til að semja við VSÓ vegna verkfræðihönnunar og Kollgátu vegna arkitekts. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið að semja við VSÓ og Kollgátu á grunni tilboða frá þeim.
        
3.     Frágangur á lóð í kringum íþróttahús - 1909018
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Staða á hönnun á svæði í kringum íþróttamannvirki lögð fram til kynningar. Næstu skref eru að vinna í kostnaðaráætlun og hugsanlegri áfangaskiptingu verks. 

Fjárfestingaráætlun gerir ráð fyrir 40 milljónum í verkefnið á næsta ári. 
        
4.     Samstarfssamningur við Slysavarnardeildina Þórkötlu 2020-2021 - 1906014
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Slysavarnardeildina Þórkötlu 2020-2021. 

Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn. 
        
5.     Menningarviðurkenningar Grindavíkurbæjar - 1910001
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að verklagsreglum vegna afhendingar menningarviðurkenninga. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð samþykkir reglurnar.
        
6.     Málefni fatlaðs fólks - Beiðni um viðauka - 1912019
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sótt er um viðauka að fjárhæð 10.420.000 kr. vegna aukinnar þjónustuþarfar. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 10.420.000 kr. á launaliði Sambýlis við Túngötu. Fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé. 
        
7.     Rekstrarform Kvikunnar - 1910026
    Lögð fram skjöl vegna slita á sjálfseignarstofnuninni "Saltfisksetur Íslands í Grindavík." 

Jafnframt er lögð fram beiðni um viðauka á rekstur Saltfisksetur að fjárhæð 4.790.202 kr. til að jafna út eigið fé. Fjármögnun viðaukans verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
        
8.     Jafnlaunavottun - 1902033
    Bæjarráð samþykkir að jafnlaunastefnan sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarráðs verði sérstakur kafli í starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar og vísar starfmannastefnunni með þeirri breytingu til samþykktar í bæjarstjórn.
        
9.     Kvikmyndataka í Breiðdal norðan Kleifarvatns - 1910050
    Samningur um leigu á „tökustað“ frá Truenorth ehf. lagður fram. 

Grindavíkurbær getur ekki skrifað undir samninginn sem leigusali þar sem landið er í eigu íslenska ríkisins. 
        
10.     Beiðni frá Ítalíu um vinabæjarsamskipti - 1912021
    Bæjarfélagið Pomarance í Toskanahéraði á Ítalíu óskar eftir að gerast vinabær Grindavíkur. 

Grindavíkurbær hefur ekki getað sinnt samskiptum við núverandi vinabæi eins vel og ætti að vera og því hefur hann ekki tök á að bæta við vinabæjum að svo stöddu.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135