Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2019

Bæjarstjórn Grindavíkur kemur saman á morgun til fundar. Um tímamótafund er að ræða en þetta verður fundur númer 500!  Fundurinn fer fram í bæjarstjórnarsal Grindavíkur á morgun, þriðjudag 26. nóvember 2019 og hefst kl. 17:00. Fundurinn verður venju samkvæmt einnig í beinni útsendingu á Youtube-rás Grindavíkurbæjar.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

Almenn mál
1.     1910096 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020
    Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar. 
Almenn hækkun er 2,5% og hækkað í næsta tug.
        
2.     1908085 - Fasteignagjöld 2020
    Álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2020 lagðar fram til samþykktar.
        
3.     1910097 - Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2020
    Tekjuviðmið vegna álagningar á árinu 2020 lögð fram til samþykktar. Óbreyttar fjárhæðir frá fyrra ári.
        
4.     1910093 - Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2020
    Staðfesta þarf útsvarshlutfall ársins 2020, þ.e. 13,99%.
        
5.     1910095 - Gjaldskrá fráveitu - breyting vegna ársins 2020
    Lögð fram tillaga um að a. liður 3. gr., í Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Grindavíkurbæ nr. 1155/2018, verði 0,09% í stað 0,075% og að breytingin taki gildi 1. janúar 2020. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna.
        
6.     1911044 - Gjaldskrá Grindavíkurhafnar árið 2020. 
    Lagt fram til staðfestingar
        
7.     1910098 - S.S.S. - Fjárhagsáætlun 2020
    Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru um 62,228 millj.kr. eða um 12,67% af kostnaði og er það í samræmi við íbúafjölda. Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020. 

Samþykkja þarf fjárhagsáætlun SSS og annarra sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2020.
        
8.     1910068 - Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar
    Lögð er fram tillaga að breytingu á starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020, þ.a. heilsustyrkur verði að hámarki 30.000 kr. og að starfsaldurstengdar viðbótargreiðslur hækki um 20%. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna.
        
9.     1910069 - Reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar
    Lögð fram tillaga að breytingu reglna um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020, þ.a. heildarfjárhæð verði 0,8% af launum og launatengdum gjöldum að frádreginni lífeyrisskuldbindingu. Skipting á heildarfjárhæð verði sem hér segir: A-liður var 70% verður 80%, B-liður var 20% verður 12%, C-liður var 10% verður 8%. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna.
        
10.     1909036 - Þóknanir til bæjarfulltrúa og nefndarmanna
    Samþykktin er lög fram til samþykktar.
        
11.     1907008 - Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Grindavíkurbær og stofnanir
    Fjárhagsáætlunin lögð fram til síðari umræðu með þeim breytingum sem gerðar voru á síðasta bæjarráðsfundi.
        
12.     1909199 - Landakaup - Iðnaðarsvæði i5
    Fyrir liggur tillaga að afsali um kaup Grindavíkurbæjar á tæplega 54 ha landi sem bærinn á rétt á að kaupa. Greiðsla fyrir landið mun eiga sér stað á árinu 2019. Bæjarráð vísar afsalinu til samþykktar í bæjarstjórn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 110.000.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.
        
13.     1911042 - Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags Grindavíkurbæjar
    Vegna aukins kostnaðar á vinnu við aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 leggur sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs til að óskað verður eftir hækkun á kostnaðarframlagi Skipulagsstofnunar. Slík beiðni þarf að koma frá sveitarstjórn. Minnisblað vegna málsins og tillaga að bréfi til skipulagsstofnunar lagt fram.
        
14.     1910037 - Skipulagsbreytingar við Víkurhóp
    Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar (vesturhluti). Athugasemdafrestur vegna tillögu rann út þann 21. nóvember. Engar athugasemdir bárust. 

Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagsbreytinguna á 65. fundi sínum þann 18. nóvember sl. og vísaði málinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
        
15.     1902035 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
    Samherji fiskeldi ehf. sækir um framkvæmdarleyfi til að bora 3 holur á sömu forsendum og áður á lóð þeirra við Stað. Skipulagsnefnd samþykkti áformin á fundi nr. 52, þann 18.02.2018. 

Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs gefur út framkvæmdarleyfi f.h. Grindavíkurbæjar að gefnu samþykki bæjarstjórnar.
        
16.     1911021 - Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls.
    Kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls. Umsagnarfrestur var veittur til 25. nóvember 2019. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugðar breytingar. Málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        
17.     1905038 - Vegagerðin - Undirgöng undir Víkurbraut
    Tillaga B og D lista vegna vígslu undirganganna: Fyrsti bekkur grunnskólans vígi mannvirkið og einnig verði börnum í yngri deildum skólans fært endurskinsmerki frá Grindavíkurbæ.
        
18.     1909133 - Tjaldsvæði: útboðsgögn
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við hæstbjóðanda, þ.e. fyrirtækið Tjald ehf. um rekstur tjaldsvæðisins.
        
19.     1906003 - Öldungaráð - Nýjar samþykktir
    Samkvæmt samþykktunum fyrir öldungaráð skal bæjarstjórn kjósa þrjá fulltrúa í öldungaráð og þrjá til vara. Bæjarstjórn kýs formann. Bæjarráð hefur vísað kjöri í öldungaráð til bæjarstjórnar.
        
20.     1710022 - Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021
    Samstarfssamningur við aðalstjórn UMFG 2020-2024 lagður fram til staðfestingar.
        
21.     1906013 - Samstarfssamningar við Knattspyrnudeild UMFG 2020-2021
    Samstarfssamningur við Knattspyrnudeild UMFG lagður fram til staðfestingar.
        
22.     1906070 - Endurnýjun samstarfssamnings um skógræktarsvæðið við Selskóg
    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Skógræktarfélag Grindavíkur um skógræktarsvæðið við Selskóg 2020-2021.
        
Fundargerðir til kynningar
23.     1901109 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019
    Fundargerð 875. fundar dags. 25. október 2019 lögð fram til kynningar.
        
24.     1911002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1530
        
25.     1911004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1531
        
26.     1911014F - Bæjarráð Grindavíkur - 1532
        
27.     1911001F - Frístunda- og menningarnefnd - 88
        
28.     1911011F - Skipulagsnefnd - 65
        
29.     1909018F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 40
        
30.     1910016F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 41
        
31.     1911015F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 42
        
32.     1910020F - Fræðslunefnd - 92
        
33.     1911010F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 41
        
34.     1911013F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 469
        


22.11.2019
Fannar Jónasson, bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG