Drög ađ verklagsreglum vegna afhendingar menningarviđurkenninga Grindavíkurbćjar

  • Menningarfréttir
  • 11. nóvember 2019

Frístunda- og menningarnefnd hefur undanfarnar vikur unnið að endurskoðun verklagsreglna vegna afhendingar menningarviðurkenninga Grindavíkurbæjar. Nefndin samþykkti á fundi sínum 6. nóvember sl. að auglýsa drög að verklagsreglum til umsagnar þar sem íbúum og hagsmunaaðilum gefst kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við fyrirliggjandi drög. 

Drög að nýjum verklagsreglum má nálgast hér. Helstu breytingar frá fyrri reglum eru þær að menningarverðlaun Grindavíkurbæjar verða afhent á hverju ári í stað þess að afhenda þau annað hvert ár. Ekki er gert ráð fyrir því að afhent verða viðurkenningar fyrir bæjarlistamann Grindavíkur líkt og hefur verið gert annað hvert ár til móts við menningarverðlaunin. Þá verða afhent hvatningarverðlaun til nemenda Tónlistarskóla Grindavíkur. 

Ábendingum og athugasemdum skal skilað til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar fyrir 28. nóvember á netfangið eggert@grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 29. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 29. apríl 2024

Fréttir / 29. apríl 2024

Styrktarbingó Grindavíkur og Breiđabliks