Fjórða umferð Dominosdeildar karla fer fram í kvöld en þá tekur Grindavík á móti Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 18:30 en Gjáin opnar upp úr 17:30 þar sem hægt verður að fá sér dýrindis borgara. Á Facebook síðu Körfuknattleiksdeildar UMFG er tilkynning til stuðningsmanna:
Kæru stuðningsmenn!
Það er komið að 4. umferð Dominosdeildar karla og verkefnið er heimaleikur við Njarðvík föstudaginn 25okt klukkan 18:30! Komum og hvetjum strákanna til sigurs.
Gjáin verður klár upp úr 17:30 með dýrindis borgara. Komum fáum okkur burger og höfum gaman og hjálpum strákunum á ná í sigur!
Við viljum aftur nota tækifærið og benda fólki á að setja upp Síminn Pay appið hjá sér ef það vill losna við röð við miðasöluna. Þegar búið er að setja það upp þá tekur nokkrar sekúndur að kaupa miða í appinu og svo er hægt að virkja miðann og labba beint inn og sýna rafræna miðann í símanum. https://www.siminn.is/forsida/snjallthjonustur/pay
Áfram Grindavík!!!