Drög ađ framtíđarsýn fyrir Sjóarann síkáta

  • Sjóarinn síkáti
  • 21. október 2019

Sjóarinn síkáti fer fram í 25. sinn á næsta ári. Grindavíkurbær hefur undanfarið unnið drög að framtíðarsýn fyrir hátíðarhöldin sem byggir á samtali við hagaaðila og bæjarbúa. Meðal annars var horft til niðurstöðu vefkönnunar sem framkvæmd var í júní sl.

Við mótun stefnu um Sjóarann síkáta er horft til framtíðar og tekið mið af þróun hátíðarinnar undanfarin ár. Þannig er horft til þess sem vel hefur tekist til með en lagt upp með að mæta væntingum íbúa Grindavíkur um áframhaldandi þróun hátíðarinnar. Horft er til þess að framtíðarsýnin verði jafnframt sáttmáli um afmörkun hátíðarinnar og grundvöllur ákvarðanatöku á gildistímanum.

Drög að framtíðarsýninni má kynna sér hér.

Ábendingar og athugasemdir má senda á Eggert Sólberg Jónsson sviðstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar fyrir 1. nóvember nk. gegnum netfangið eggert@grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 29. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 29. apríl 2024

Fréttir / 29. apríl 2024

Styrktarbingó Grindavíkur og Breiđabliks