Nýr Áskell ŢH 48 vćntanlegur til Grindavíkur á mánudag

  • Höfnin
  • 14. október 2020

Nýr Áskell er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Áætlað er að halda móttökuhóf líkt og þegar Vörður kom til landsins. Í gær var Áskell ÞH 48 afhentur Gjögri hf en skiptið hélt svo af stað heim til Íslands kl. 18:00 í dag frá Noregi. Þetta kemur fram á facebook síðu Gjögurs en fyrirtækið óskar áhöfninni til hamingju með skipið.

Töluverð endurnýjun er í fiskiskipaflota landsins en hér má sjá tölvuteikningu af skipunum sem í smíðum eru fyrir Gjögur. Skipin verða um 28,95 metrar á lengd og 12 metrar á breidd.  Í skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum.  Ný kynslóð rafmagnsspila verður í skipunum frá Seaonics. Íbúðir fyrir 13 manns verða í þeim og munu taka um 80 tonn af fiski í lest eða um 244 kör, 460 lítra.

Um er að ræða eitt af sjö systurskipum sem norsk skipasmíðastöð smíðar fyrir íslenskar útgerðir. Áskell er í eigu Gjögurs hf sem er með heimilisfesti í Grenivík en bæði hafa Vörður og Áskell, sem eru ísfisktogarar í eigu fyrirtækisins verið gerðir út frá Grindavík til margra ára.

Þann 25. september sl. kom Vörður ÞH 44 til landsins frá Noregi en bæði Vörður og Áskell eru skip sem voru endurnýjuð hjá Gjörgri. 

Meðfylgjandi myndir eru teknar af Áskeli á leið í heimferðina til Íslands og voru þær birtar á Facebook síðu Gjögurs hf. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík

Fréttir / 20. nóvember 2023

Skólastarf hefst á ný 

Fréttir / 18. nóvember 2023

Tvíhöfđi í Smáranum