Föstudaginn 25. október n.k. verður hin árlega sviðamessa Lionsklúbbs Grindavíkur haldinn í Sjómannastofunni Vör að Hafnargötu 9 í Grindavík. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Glens og grín að hætti sviðaunnenda. Aðgangseyrir kr. 5000 og er forsala miða hjá Gunnari í Sjóvá að Víkurbraut 46 á milli kl. 09:30 – 16:00 virka daga. Pantanir eru teknar niður í síma 894-5522. Grípið tækifærið og gleðjumst í góðra vina hópi.
Lionsklúbbur Grindavíkur