Nýr Vörđur fékk góđar móttökur

  • Fréttir
  • 26. september 2019

Nýi Vörður ÞH 44 kom til Grindavíkurhafnar í gær að viðstöddu fjölmenni. Um er að ræða eitt af sjö systurskipum sem norsk skipasmíðastöð smíðar fyrir íslenskar útgerðir. Vörður er í eigu Gjögurs hf sem er með heimilisfesti í Grenivík en bæði hafa Vörður og Áskell, sem eru ísfisktogarar í eigu fyrirtækisins verið gerðir út frá Grindavík til margra ára.

Um borð í Verði ÞH var um helmingur áhafnar, eða sex manns sem sáu um að koma skipinu til landsins frá Noregi. Eftir að Vörður hafði lagt að bryggju fór tollgæslan um borð, lögum samkvæmt. Á meðan gæddu gestir sér á veglegum veitingum sem í boðu voru í tjaldi sem komið hafði verið upp á bryggjunni í tilefni komunnar. 

Séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur blessaði skipið og sagði m.a. við það tilefni að fyrirtækið Gjögur hafi verið lífæðin bæði í sjávarútveginum á Grenivík og í Grindavík. Það hafi verið sterkur hópur sem stofnað hafi Gjögur á sínum tíma.

Þá vék hann að nafni skipsins, Vörður.  Það er sá sem vakir og sá sem verndar og sá sem leggur öðrum lið. "Og ég vona og bið þess að þessi Vörður megi á sama hátt vera vörður og verndari þeirra sem á honum sigla," sagði Pálmi áður en hann blessaði skipið og beindi orðum sínum síðan að Þorgeiri Guðmundssyni, skippstjóra og óskaði honum og áhöfn hans velfarnaðar á komandi tímum. 

Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs var að vonum ánægður með nýja skipið. Þrátt fyrir að eldri Vörður hafi ekki verið orðið gamalt skip þá sagði hann að með nýju skipi væri verið að fylgja þeirri framþróun sem hafi orðið í sjávarútvegi á Íslandi auk þess sem kröfur markaðarins kalli á ný og öflugri skip. 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!