Grindavíkurbær vinnur að óverulegri breytingu á deiliskipulagi milli Víkurbrautar og Stamphólsvegar. Breytingin fellst í stækkun byggingarreits á lóð leikskólans Króks við Stamphólsveg 1, þar sem Grindavíkurbær gerir ráð fyrir stækkun leikskólans tímabundið með færanlegu húsnæði.
Skipulagsbreytingin er nú grenndarkynnt fyrir nágrönnum sem hafa tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri frá 3. september til 1. október 2019. Athugasemdir óskast merktar Leikskóli við Stamphólsveg og berist skipulagsfulltrúa, Atla Geir Júlíussyni skriflega á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða á netfangið atligeir@grindavik.is.
Gögn vegna breytingarinnar, dags. 15. ágúst 2019 og nánari upplýsingar má finna hér að neðan og á bæjarskrifstofunni.
Atli Geir Júlísson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.
Deiliskipulag milli Víkurbrautar og Stamphólsvegar