Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 26. ágúst 2019

Bæjarstjórn Grindavíkur kemur saman aftur á morgun eftir sumarleyfi. Þetta er 497. fundur bæjarstjórnar og verður hann nú haldinn í Gjánni, við íþróttahúsið, þriðjudaginn 27. ágúst 2019 og hefst kl. 17:00. Fundurinn verður venju samkvæmt einnig í beinni útsendingu á Youtube-rás Grindavíkurbæjar.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

Almenn mál
1.     1908106 - Íbúi Grindavíkur nr. 3500
    Á dögunum urðu Grindavíkingar 3500. Íbúa númer 3500 verður veitt viðurkenning og blóm í tilefni áfangans.
        
2.     1908049 - Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar (Brennisteinsfjöll)
    Lögð er fram til kynningar tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Um er að ræða háhitasvæði Brennisteinsfjalla. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að friðlýsingu háhitasvæðis Brennisteinsfjalla að stærð 123,1 km2.
        
3.     1908048 - Ósk um umsögn um tillögu að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024
    Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar umsagnar á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 - 2024 ásamt umhverfisskýrslu, sem samþykkt hefur verið til auglýsingar í samræmi við 27.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
        
4.     1908105 - Vegagerðin - samningur vegna gatnalýsingar
    Vegagerðin og Grindavíkurbær eiga saman fimm stýriskápa vegna gatnalýsingar. Lagður er fram samningur um endurnýjun og rekstur þessara stýriskápa. 

Óskað er eftir heimild til að ganga til samninga við Vegagerðina.
        
5.     1908084 - Umferðaröryggisnefnd
    Skipulagsnefnd skorar á bæjarstjórn að skipa umferðaröryggisnefnd.
        
6.     1906018 - Samstarfssamningur við Knattspyrnufélagið GG 2020-2021
    Lagður fram samstarfssamningur við Knattspyrnufélagið G.G. 2020-2021.
        
7.     1906015 - Samstarfssamningur við Unglingadeildina Hafbjörgu 2020-2021
    Lagður fram samstarfssamningur við Unglingadeildina Hafbjörgu 2020-2021.
        
8.     1905005 - Umsókn um styrk
    Lagður fram samstarfssamningur við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness 2020-2021.
        
9.     1908058 - Áheyrnafulltrúi í umhverfis- og ferðamálanefnd
    Ferðamálasamtök Grindavíkur, Grindavik Experience tilnefna Kára Guðmundsson sem fulltrúa til setu í umhverfis- og ferðamálanefnd. Hann hefur málfrelsi og tillögurétt. Þormar Ómarsson er hans varamaður.
        
10.     1908054 - Breyting á formanni í umhverfis- og ferðamálanefnd
    Eftir sveitarstjórnarkosningar vorið 2018 var það samkomulag að B-list fengi formann umhverfis- og ferðamálanefndar fyrsta árið. U-list fengi síðan næstu 3 ár þar á eftir.
        
11.     1806030 - Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Fyrir liggur að kjósa nýjan aðalmann og varamann í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.
        
12.     1806026 - Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Fyrir liggur að kjósa nýjan aðalmann í félagsmálanefnd.
        
Fundargerðir til kynningar
13.     1906002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1517
        
14.     1906008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1518
        
15.     1906015F - Bæjarráð Grindavíkur - 1519
        
16.     1907001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1520
        
17.     1907011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1521
        
18.     1907016F - Bæjarráð Grindavíkur - 1522
        
19.     1908008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1523
        
20.     1907009F - Skipulagsnefnd - 60
        
21.     1908007F - Skipulagsnefnd - 61
        
22.     1907008F - Frístunda- og menningarnefnd - 85
        
23.     1905018F - Fræðslunefnd - 88
        
24.     1908002F - Fræðslunefnd - 89
        
25.     1907007F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 38
        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 2. janúar 2021

Hreinsum upp flugeldarusl

Fréttir / 2. janúar 2021

5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

Fréttir / 31. desember 2020

Matthías Örn: Kastar á hverjum degi