Vinabćjarsamband milli Grindavíkur og Uniejów í Póllandi í bígerđ

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2019

Á dögunum kom fimm manna hópur bæjarstarfsmanna frá pólska bænum Uniejów í heimsókn til Grindavíkur. Með í för var pólskur bílstjóri og leiðsögumaður sem búið hefur á Íslandi síðastliðin þrjú ár. Nokkur samskipti og gagnkvæmar heimsóknir hafa verið milli Grindavíkur og Uniejów undanfarin tvö ár og fyrirhugað er að bæjarfélögin formfesti vinabæjarsamband áður en langt um líður. Íbúafjöldi bæjanna er áþekkur og á báðum stöðum er jarðhiti mikilvæg uppspretta orku og hagsældar. Blómlegur sjávarútvegur hefur dregið að sér vinnuafl til Grindavíkur og ekki síst Pólverja og í dag er pólska samfélagið í Grindavík fjölmennt og öflugt. Með frekara samstarfi er unnt að styrkja böndin milli Íslendinga og Pólverja á báðum stöðum. 

Ekki gafst tækifæri til hitta bæjarráð eða stofnanir bæjarins að þessu sinni, enda sumarleyfi í hámarki. 
Hins vegar var farið var í tvær heimsóknir. Annars vegar í bleikjueldi Samherja á Stað þar sem Hjalti Bogason rekstrarstjóri kynnti starfsemina og hins vegar um borð í línuskipið Valdimar í eigu Þorbjarnar hf., en þar tók Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri á móti mannskapnum, sýndi skipið og lýsti vinnslunni um borð. Þessar kynningar voru mjög áhugaverðar og eru þeim sem að stóðu færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. 

Á meðan á ferðinni stóð ferðuðust pólsku gestirnir um Suður- og Suðvesturland. Veðrið var með ágætum og þó að Íslandsdvölin hafi ekki verið löng tókst þeim að skoða ýmsa áhugaverða staði á okkar fallega landi. Það voru þau Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi sem fóru með hópnum í heimsóknirnar hér í Grindavík. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Valdimar GK 195 var skoðaður og bleikjueldi Samherja.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík